Vonin er það eina sem við eigum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2018 12:30 „Það eru 63 plús 1 á portrettunum, það kom nefnilega inn utanþingsráðherra,“ segir Birgir. Fréttablaðið/Vilhelm Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Birgir Snæbjörn Birgisson myndlistarmaður ætlar að spjalla við gesti Listasafns Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði, á sunnudaginn klukkan 15. Aðalumræðuefnið er verk hans Von sem þar er til sýnis og samanstendur af 64 máluðum portrettum af þeim alþingismönnum sem kosnir voru á þing vorið 2013. Það er í eigu Listasafns Íslands. Upphaflega sýndi Birgir verkið Von í Sverrissal Hafnarborgar fyrir tveimur árum, þá rétt fyrir þingkosningar. Hann hefur lengi unnið með staðalímyndir út frá norrænu yfirbragði og því málar hann alla alþingismennina ljóshærða og bláeyga. „Verkið á fyllilega við enn í dag og ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi gildi sínu áfram,“ segir Birgir Snæbjörn. „Vonin er það eina sem við eigum en henni er vissulega auðvelt að glata.“ Skil ég það samt ekki rétt að þingmennirnir veiti honum von? „Nei, ekki endilega. Þetta verk er upphaflega búið til sem yfirlýsing gegn ákveðnu ástandi. Það er mikil ábyrgð sem á herðar þingmanna er lögð og vissulega óskum við þess að þeir gefi okkur von, svo er umdeilanlegt hvort það gerist,“ segir hann og gefur greinilega hverjum og einum frelsi til að túlka hvað þessi hvítu andlit þýða. Í Listasafni Árnesinga kallast Von á við útskurðarverk Halldórs Einarssonar af alþingismönnum lýðveldisársins 1944. Þessi tvö verk og mörg fleiri tilheyra sýningunni Halldór Einarsson í ljósi samtímans, sem þar stendur yfir og hefur verið framlengd til 16. desember. Auk þess að bjóða upp á samtal við Birgi Snæbjörn mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ganga um sýninguna á sunnudaginn, segja frá og svara spurningum gesta. Listasafn Árnesinga er opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 12 til 18. Aðgangur að því er ókeypis og allir eru velkomnir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira