Idris Elba kyndir undir orðrómum um að hann verði næsti Bond Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 13:18 Elba hefur haslað sér völl í Hollywood á undanförnum árum og hefur verið orðaður við hlutverk James Bond frá árinu 2014. Vísir/Getty Tíst sem breski leikarinn Idris Elba sendi frá sér í dag hefur gefið orðrómum um að hann taki við hlutverki njósnarans James Bonda byr undir báða vængi. Orðrómar um að Elba gæti orðið fyrsti svarti leikarinn til að túlka hlutverk njósnarans lausgyrta hafa verið viðarandi undanfarin fjögur ár. „Ég heiti Elba, Idris Elba,“ tísti Elba í dag og birti mynd af sjálfum sér með. Aðdáendur hans og James Bond-myndanna hafa tekið tístinu sem vísbendingu um að hann verði næsti Bond, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.my name's Elba, Idris Elba. pic.twitter.com/kEyyaVg8JX— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 Stutt er síðan framleiðandi myndanna gaf í skyn að Elba væri tilvalinn í hlutverkið. Daniel Craig, núverandi Bond, ætlar að hætta á leika í myndunum á næsta ári. Elba er 45 ára gamall. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttunum The Wire, bresku sakamálaþáttunum Luther og Hollywood-myndum eins og Star Trek og ofurhetjumyndum Marvel. Hann virtist þó slá á orðróminn skömmu eftir upphaflega tístið. „Ekki trúa skruminu...“ tísti leikarinn.Don't believe the HYPE...— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 James Bond Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tíst sem breski leikarinn Idris Elba sendi frá sér í dag hefur gefið orðrómum um að hann taki við hlutverki njósnarans James Bonda byr undir báða vængi. Orðrómar um að Elba gæti orðið fyrsti svarti leikarinn til að túlka hlutverk njósnarans lausgyrta hafa verið viðarandi undanfarin fjögur ár. „Ég heiti Elba, Idris Elba,“ tísti Elba í dag og birti mynd af sjálfum sér með. Aðdáendur hans og James Bond-myndanna hafa tekið tístinu sem vísbendingu um að hann verði næsti Bond, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.my name's Elba, Idris Elba. pic.twitter.com/kEyyaVg8JX— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 Stutt er síðan framleiðandi myndanna gaf í skyn að Elba væri tilvalinn í hlutverkið. Daniel Craig, núverandi Bond, ætlar að hætta á leika í myndunum á næsta ári. Elba er 45 ára gamall. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttunum The Wire, bresku sakamálaþáttunum Luther og Hollywood-myndum eins og Star Trek og ofurhetjumyndum Marvel. Hann virtist þó slá á orðróminn skömmu eftir upphaflega tístið. „Ekki trúa skruminu...“ tísti leikarinn.Don't believe the HYPE...— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018
James Bond Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira