Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. janúar 2018 16:28 Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. Vísir/Samsett Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón. Skipulag Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón.
Skipulag Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira