„Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 22:15 Vigdís er ekki sátt með skrif Jóns Gnarr. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, svarar Facebook-færslu Jóns Gnarr á síðu sinni í kvöld þar sem hún sakar hann um kvenfyrirlitningu og vísar hún þar í orð hans þar sem hann dregur í efa að einhver hafi áhuga á því að heyra hvað henni finnst. Hún segir ástæðuna vera að hún tilheyri ekki réttum flokki og sé ekki hluti af „góða fólkinu“. „Gott dæmi um karlrembuna í Jóni Gnarr og kvenfyrirlitninguna í orðum hans sem snúa að mér - þegar hann undrast að Ríkisútvarpið hafi tekið við mig viðtal: „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í því hvað henni finnst?“. Jón Gnarr telur augsýnilega að oddviti stjórnmálaflokks í borgarstjórn - og fyrrverandi alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis - eigi ekki að komast að í fréttum RÚV af því hann tilheyrir ekki réttum flokki - er ekki hluti af góða fólkinu og er þar að auki kona.“ Hún segir Jón vera pirraðan vegna þess að kallað sé eftir því að borgarstjóri „vinstri manna“ axli ábyrgð vegna braggamálsins svokallaða og öllu því „rugli sem viðgengst fyrir allra augum undir hans stjórn“. „Hann er auðvitað vanur hinni óskráðu reglu margra fjölmiðla að gagnrýna bara stjórnmálamenn sumra flokka – en láta aðra alveg í friði,“ skrifar Vigdís.Ætlar að halda sínu striki fyrir fólkið í borginni Vigdís gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóns að ástæða framúrkeyrslu verkefna Reykjavíkurborgar sé kerfislægur vandi sem hvorki Jón, sem fyrrum borgarstjóri, og núverandi borgarstjóri ráði ekkert við. Hún segir meirihlutan í borgarstjórn hafa fengið frítt spil í störfum sínum árabil og fengið sínu fram fjarri smásjá fjölmiðla og meirihlutans. „Sá tími er liðinn,“ bætir Vigdís við. „Það er ekki skrítið að þeir félagar Dagur og Jón séu óhressir með það - en þeir mega vera vissur um að sú sem þetta ritar ætlar að halda sínu striki ótrauð - með heilbrigða gagnrýni og almannahagsmuni að leiðarljósi - í þágu fólksins í borginni - því það á svo miklu betra skilið.“Segir offramboð af skoðunum Jóns Í færslu Jóns í dag kemur hann Degi B. Eggertssyni til varnar og gagnrýnir meðal annars hvernig margir hafa talað um veikindi hans. Vigdís segir veikindi Dags ekki vera afsökun fyrir því að sleppa því að ræða um borgarmálin og segir Jón sjálfan hafa „hamast á pólitískum andstæðingum“. „Af skoðunum Jóns Gnarr hefur um langt skeið verið meira framboð en eftirspurn. Hann hefur verið kvartsár undan umræðu í sinn garð - milli þess sem hann hamast á pólitískum andstæðingum og fargar málverkum sem hann hafði með sér heim í óleyfi af borgarstjórnarkontórnum.“ Að lokum segist Vigdís aldrei hafa talað um Dag né Hrólf Jónsson, fyrrum skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar, sem vonda menn.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Ofbýður framkoma í garð Dags Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. 23. desember 2018 18:43