Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2018 21:00 Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. Samninganefndir Tannlæknafélags Íslands og Sjúkratrygginga ríkisins hittust í vikunni en síðasti samningur rann út árið 2004. Vonir standa til að ná til lands í næstu viku og hækka árlega fjárveitingu til greiðsluþátttöku öryrkja og ellilífeyrisþega úr tæpum 700 milljónum króna í 1.700 milljónir króna. Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, fagnar þessum áformum. Hún segir margar beiðnir um aðstoð við tannlæknakostnað berast, sem Hjálparstarf kirkjunnar geti ekki komið til móts við með beinum hætti, enda um afar háar upphæðir að ræða. Hún segir aftur á mótti skorta úrræði fyrir þá sem ekki falla undir hóp öryrkja og aldraðra. „Þetta er hópur sem hefur verið vanræktur í þessum málaflokki og sem hefur þurft að setja tannheilsu sína til hliðar til að eiga fyrir öðru. Ef við vanrækjum tennurnar þá verður vandamálið stærra seinna meir sem við sjáum líka þegar fólk er að hafa samband hingað sem hefur ekki farið til tannlæknis í mörg ár og þá eru bara svakalegar aðgerðir og kostnaður.“ Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins sagði í samtali við fréttastofu að margar umsóknir um aðstoð við tannlæknakostnað hafi borist í Áfallasjóð félagsins en þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað, þurfti að draga úr aðstoð vegna tannlækninga. Sagði hún félagið hafa komið því á framfæri við Tannlækna að þónokkur hópur fólks sé um megn að hlúa að sér og sínum og aðstoð hins opinbera takmörkuð. Hafa félögin fundað um hvernig hægt sé að koma til móts við einstaklinga sem þjást vegna slæmrar tannheilsu og viðvarandi fátæktar. Sú vinna er enn á byrjunarstigi.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira