Sturla Atlas er hip-hop áhugafólki Íslands vel kunnugur en hann hefur verið viðloðandi rappsenu Reykjavíkur frá því hann gaf út sín fyrstu lög, Over Here og San Francisco, árið 2015. Síðan þá hefur hann verið iðinn við kolann og gefið út fjöldamörg lög og plötur sem hafa fengið góðar viðtökur íslenskra tónlistarunnenda.

