Segir fólk fá lægri greiðslur úr lífeyrissjóðum þar sem konur eru í meirihluta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2018 19:00 Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum. Lífeyrissjóðir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Eftirlaunagreiðslur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægri en hjá þeim sem greiða í sjóði þar sem kynjahlutföllin eru jafnari. Kynjaskipting milli lífeyrissjóða hér á landi er mjög ólík en hún skiptir miklu máli fyrir eftirlaunagreiðslur sjóðsfélaga. Skýr dæmi um þetta eru sjóðir eins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga þar sem konur eru langflestar og síðan sjóðir eins og Eftirlaunasjóður FÍA og Lífsverk þar sem karlar eru í meirihluta. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem Gylfi Magnússon dósent við Háskóla Íslands gerði. „Hóparnir sem standa að baki hverjum lífeyrissjóði eru mjög ólíkir. Sumir eru fyrst og fremst að þjóna konum og aðrir körlum. Þá er líka mismunandi örorkutíðni milli sjóða. Þetta hefur áhrif á eftirlaunagreiðslur ásamt ávöxtun sjóðanna. Þannig að það er ekki eins gott að vera í sjóðum sem eru með mjög langlífa sjóðsfélaga,“ segir Gylfi. Sem á frekar við um konur sem lifa að meðaltali um tveimur árum lengur en karlar. Gylfi segir að karl sem greiðir í lífeyrissjóð þar sem konur eru í meirihluta fái þannig lægri greiðslur en ella. „Hann dregur eiginlega svarta Pétur. Að öðru jöfnu ætti hann að fá lægri lífeyri en karl sem greiðir í sjóð þar sem eru fyrst og fremst karlar,“ segir Gylfi. Hann segir að oft hafi fólk hafi ekki val um í hvaða lífeyrissjóð það greiðir. En hvað á að hafa í huga geti fólk valið? „Það getur verið skynsamlegt að veðja á sjóð þar sem sjóðsfélagar eru ekki mjög langlífir, eins kaldrannalegt og það hljómar. Þá er gott að geta dreift greiðslum á nokkra sjóði og dreifa þannig áhættu,“ segir Gylfi að lokum.
Lífeyrissjóðir Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira