VERTOnet stofnað Benedikt Bóas skrifar 18. apríl 2018 08:00 „Oft þegar ég er á fundum er ég eina konan,“ segir Linda Stefánsdóttir, ein af stofnendum Vertonets. Elín Gränz er með henni á myndinni Vísir/Anton Brink „Þetta var heilt ár í undirbúningi,“ segir Linda Stefánsdóttir, einn af stofnendum VERTOnets, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni. Markmið samtakanna er að efla hag kvenna í tæknigeiranum og að vera konum hvatning til að taka þátt í þeirri byltingu sem nú á sér stað og er oft kölluð fjórða iðnbyltingin, fjölga konum í upplýsingatæknitengdu námi og störfum sem og að styrkja tengslanet kvenna með því að vera regnhlíf mismunandi kvennahópa innan upplýsingatæknigeirans. Samtökin verða starfrækt með aðstoð sjálfboðaliða og með styrkjum frá fyrirtækjum sem sjá hag sinn og samfélagsins í að fjölga konum í upplýsingatækni. Vodafone er helsti styrktaraðili samtakanna en fundurinn fór einmitt fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins. VERTOnet eru systursamtök Oda-Nettverk sem eru norsk kvennasamtök fyrir konur í upplýsingatækni. Þegar er búið að leggja drög að öflugu starfi samtakanna á næstu misserum. VERTOnet mun standa fyrir fræðslufundum innan framhalds- og háskóla, vinna með góðgerðarsamtökum við að hjálpa konum til að auka færni sína og þekkingu á tækni, halda reglubundna fundi með málefnum þar sem lögð verður sérstök áhersla á tengslamyndun sem og að standa að árlegri könnun á hlutfalli kvenna sem starfa innan upplýsingatæknigeirans. Samtökin munu jafnframt standa að árlegum Hvatningardegi kvenna í upplýsingatækni. „Það virðist einnig vera þannig að konur innan geirans eru að vinna störf sem eru að pínulítið að fasast út. Þetta er mjög karllægur geiri og oft þegar ég er á fundum er ég eina konan ásamt tíu karlmönnum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta var heilt ár í undirbúningi,“ segir Linda Stefánsdóttir, einn af stofnendum VERTOnets, hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni. Markmið samtakanna er að efla hag kvenna í tæknigeiranum og að vera konum hvatning til að taka þátt í þeirri byltingu sem nú á sér stað og er oft kölluð fjórða iðnbyltingin, fjölga konum í upplýsingatæknitengdu námi og störfum sem og að styrkja tengslanet kvenna með því að vera regnhlíf mismunandi kvennahópa innan upplýsingatæknigeirans. Samtökin verða starfrækt með aðstoð sjálfboðaliða og með styrkjum frá fyrirtækjum sem sjá hag sinn og samfélagsins í að fjölga konum í upplýsingatækni. Vodafone er helsti styrktaraðili samtakanna en fundurinn fór einmitt fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins. VERTOnet eru systursamtök Oda-Nettverk sem eru norsk kvennasamtök fyrir konur í upplýsingatækni. Þegar er búið að leggja drög að öflugu starfi samtakanna á næstu misserum. VERTOnet mun standa fyrir fræðslufundum innan framhalds- og háskóla, vinna með góðgerðarsamtökum við að hjálpa konum til að auka færni sína og þekkingu á tækni, halda reglubundna fundi með málefnum þar sem lögð verður sérstök áhersla á tengslamyndun sem og að standa að árlegri könnun á hlutfalli kvenna sem starfa innan upplýsingatæknigeirans. Samtökin munu jafnframt standa að árlegum Hvatningardegi kvenna í upplýsingatækni. „Það virðist einnig vera þannig að konur innan geirans eru að vinna störf sem eru að pínulítið að fasast út. Þetta er mjög karllægur geiri og oft þegar ég er á fundum er ég eina konan ásamt tíu karlmönnum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira