Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2018 06:00 Björgólfur Thor Björgólfsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/VIlhelm Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir. Félögin tvö, Fiskveiðihlutafélagið Venus annars vegar og Vogun hins vegar, töldu sig hafa orðið fyrir tjóni við hrun Landsbankans. Fyrrgreinda félagið krafðist tæpra 238 milljóna króna en hið síðarnefnda vildi 366 milljónir úr vasa Björgólfs. Krafan var til komin vegna hlutabréfa sem urðu verðlaus með öllu við fall bankans þann 7. október árið 2008. Töldu félögin að eignarhaldsfélagið Samson hefði farið með meirihluta atkvæða á hluthafafundum Landsbankans og að bankinn væri í raun dótturfélag Samson. Því hefði bankanum verið skylt að taka yfir hlutabréf félaganna. Það hafi ekki verið gert og því bæri Björgólfur ábyrgð á tjóninu. Sakarefni málsins var skipt og fyrir dómi nú var aðeins tekin til málflutnings sú vörn lögmanns Björgólfs að krafan væri niður fallin sökum fyrningar. Í niðurstöðu dómsins var talið að um skaðabótakröfu utan samninga væri að ræða og miða bæri upphaf fyrningarfrests við þann dag er tjónið kom fram. Niðurstaða dómsins var sú að krafan myndi fyrnast á fjórum árum frá þeim degi er félögin fengu nauðsynlegar upplýsingar um tjónið. „Telja verður að upphaf fyrningarfrestsins sé sá dagur er bankahrunið varð. Þá hafi stefnandi vitað að hrunið myndi leiða til tjóns fyrir hann. Ætla má að það hafi ekki tekið stefnanda langa yfirlegu að gera sér grein fyrir því hver að hans mati bæri ábyrgð á ætluðu tjóni hans,“ segir í dómnum. Krafan taldist því fyrnd. Félögin voru dæmd til að greiða Björgólfi hálfa milljón hvort í málskostnað.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira