Innlent

Undirrituðu kjarasamning eftir 17 tíma fund

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samningarnir voru undirritaðir um klukkan 06:30 í morgun.
Samningarnir voru undirritaðir um klukkan 06:30 í morgun. Vísir
Samninganefndir flugvirkja og ríkisins undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 06:30 í morgun. Fyrirhugaðri vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni, sem hefjast átti í morgun, hefur því verið frestað. Samið var á svipuðum nótum og Icelandair samdi nýverið við sína flugvirkja.

Fundurinn samninganefndanna hafði staðið yfir í um 17 klukkustundir en þetta var sjöundi fundurinn í deilunni, sem vísað var til ríkissáttasemjara þann 9. mars síðastliðinn. 

Síðasti gildandi kjarasamningur flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni rann út 31. ágúst árið 2017.

Samningurinn verður nú kynntur flugvirkjum sem munu síðan greiða um hann atkvæði. Niðurstaðan úr atkvæðagreiðslunni mun liggja 4. maí.

Eftir gerð þessa samnings eru þrjú sáttamál til meðferðar hjá ríkissáttasemja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×