Innlent

Beint í fangelsi eftir að gæsluvarðhald var fellt úr gildi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvennt lést í brunanum á Selfossi.
Tvennt lést í brunanum á Selfossi. Vísir/EgillA
Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um aðild að brennu að Kirkjuvegi 18 á Selfossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir konunni, sem fædd er árið 1973, og sömuleiðis karlmanni, fæddum 1965, sem grunaður er um aðild.

Tvennt lést í brunanum og er grunur um íkveikju. Var krafa lögreglustjórans á Suðurlandi á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Konan fer þó ekki langt því hún hefur nú afplánun fangelsisvistar sem hún átti eftir að sitja af sér vegna eldri dóms.


Tengdar fréttir

Tvennt lést í eldsvoða og tvö í gæsluvarðhaldi

Karl og kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á tildrögum eldsvoðans á Selfossi á miðvikudag. 47 ára kona og 49 ára karl létust í brunanum sem lögreglu grunar að hafi verið af mannavöldum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×