Forsætisráðuneytið skoðar möguleg brot RÚV Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. júní 2018 20:00 Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur tekið til skoðunar notkun Ríkisútvarpsins á þjóðsöng Íslands í nýlegum auglýsingum á stöðinni. Lögum samkvæmt er óheimilt að nota sönginn í auglýsingaskyni. Forsvarsmenn RÚV segja ekki um auglýsingu að ræða heldur dagskrárkynningu. Í auglýsingunni má heyra þekkta einstaklinga á borð við forsetann fyrrverandi, frú Vigdísi Finnbogadóttur, lesa brot úr þjóðsöngnum Ó Guð vors lands. Í lokin hljómar svo setningin „RÚV – Okkar allra“ og merki stöðvarinnar sést í mynd. Um þjóðsönginn gilda aftur á móti lög frá árinu 1983 sem takmarka hvernig nota megi sönginn.Óheimilt að nota sönginn í viðskipta- eða auglýsingaskyni Í þriðju grein laganna segir að þjóðsönginn skuli ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Þá sé ekki heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. Í sjöttu grein laganna segir enn fremur að brot gegn þeim geti varðað sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Í síðustu viku var fjallað um brot RÚV gegn lögum um RÚV, þar sem stofnunin hafði látið hjá líða að stofna dótturfélag um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um.Frétt Stöðvar 2: RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæliVið það tilefni fundaði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra með útvarpsstjóra, en mál fjölmiðla heyra undir ráðuneyti hennar. Lilja baðst aftur á móti undan viðtali í dag. Mál er snúa að notkun þjóðsöngsins heyra aftur á móti undir forsætisráðuneytið, en í skriflegu svari frá ráðuneytinu kemur fram að ábending hafi borist vegna auglýsingarinnar. Málið sé nú til skoðunar og verði m.a. lagt mat á hvort tilefni sé til að óska formlegra skýringa frá RÚV. Forsvarsmenn RÚV veittu ekki viðtal vegna málsins í dag, en í skriflegu svari frá Hildi Harðardóttur, framkvæmdastjóra samskipta, þróunar og mannauðssviðs, segir aftur á móti að notkunin sé takmörkuð við ljóð Matthíasar Jochumssonar og því ekki um hinn eiginlega þjóðsöng að ræða. Þá geti notkunin tæplega talist í auglýsingaskyni, enda sé um dagskrárkynningu að ræða.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent