Gylfi hringdi í Sólveigu en framtíð hans óráðin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM „Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta var hennar kosningasigur og ég vildi bara leyfa henni að eiga þessa viku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem kveðst hafa hringt í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, nýkjörinn formann Eflingar stéttarfélags, og óskað henni til hamingju með sigurinn. Gylfi hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs á Alþýðusambandsþingi í haust. Nokkuð hefur verið fjallað um þögn Gylfa og fráfarandi formanns, Sigurðar Bessasonar, í garð Sólveigar eftir sigur hennar á miðvikudag. Sólveig staðfesti við Fréttablaðið.is að hvorugur hefði þá haft samband við hana eftir sigurinn, nokkuð sem henni þótti svolítið skrýtið. Gylfi kveðst í samtali við Fréttablaðið hafa verið staddur í Bandaríkjunum og því ekki gefið sér tíma til að setja sig í samband við Sólveigu Önnu, en segir mönnum frjálst að túlka að vild. „Ég ætla ekki að bera ábyrgð á því hvernig menn hafa lesið í þessa þögn.“ Gylfi segir sigur Sólveigar vissulega hafa verið glæsilegan og ljóst að verkefnin fram undan séu ærin. „Ég fagna því að fólk komi til starfa á vettvangi hreyfingarinnar fullt af eldmóði. Það er mikilvægt fyrir hreyfinguna. Hér er kominn nýr forystumaður að taka við Eflingu, sem er okkar næststærsta félag og þetta er flott niðurstaða fyrir hana.“Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, boðar breytingar.Vísir/ernirBandalag tveggja stærstu stéttarfélaga ASÍ, VR og Eflingar, í félagi við Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness þýðir að félögin eru samanlagt með ríflega 53 prósent félagsmanna í ASÍ. Forystumenn þessara félaga hafa þegar rætt saman og stillt saman strengi sína en þeir hafa undanfarin ár eldað grátt silfur við Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ. Kjör Sólveigar Önnu gæti því hafa verið síðasta púslið í að breytingar kunni að vera í farvatninu í forystu ASÍ á Alþýðusambandsþingi í haust. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafði lýst því yfir fyrir kosningarnar í Eflingu að ef Sólveig næði kjöri yrði Gylfa ekki stætt lengur sem forseta ASÍ. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fagnaði því í pistli á heimasíðu félagsins að nú hefði nýr meirihluti náð yfirhöndinni innan ASÍ. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins innan úr verkalýðshreyfingunni líta margir svo á að Gylfi sjái sæng sína upp reidda innan ASÍ. Gylfi kveðst enga ákvörðun hafa tekið um framtíð sína sem forseta. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég er alveg hættur að hafa úthald í að tjá mig um það þegar Ragnar Þór Ingólfsson finnur sér tilefni til að hafa skoðun á mér. Ég ætla ekki að elta ólar við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00