Umboðsmaður hefur áhyggjur af aðgengi fólks að dómstólum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 08:00 Tryggi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist stundum hafa fengið bágt fyrir störf sín hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins. vísir/gva „Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Ég get endurtekið þær áhyggjur sem ég hef áður lýst, af aðgangi borgaranna hér á landi að dómstólunum,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi með stjórnskipunarog eftirlitsnefnd í gær. Fundurinn var haldinn vegna skýrslu umboðsmanns fyrir árið 2016 sem birt var haustið 2017 en vegna kosninga til Alþingis síðastliðið haust dróst fundur umboðsmanns um skýrsluna með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Í skýrslunni segir að grundvallarforsenda þess að úrræði borgaranna til að leita til umboðsmanns sé virkt, sé að stjórnvöld fylgi tilmælum umboðsmanns. Ítrekaði umboðsmaður þetta. Markmiðið með þessu úrræði sé að greiða götu borgara með einföldum hætti og án kostnaðar. „Mér þykir miður að fólk hafi, til dæmis vegna mistaka sem við höfum lýst, þurft að fara í dómsmál en það kostar það verulega fjármuni.“ Tryggvi lýsti því að málshöfðun væri ekki á hvers manns færi. „Því miður held ég að sá fjárhagslegi baggi sem af því leiðir og hinn fjárhagslegi þröskuldur sé meiri en svo, að það sé oft og tíðum ekki á færi venjulegra Íslendinga að fara þá leið.“ Á fundinum sagði Tryggvi að frjáls félagasamtök væru ekki nægilega dugleg að láta í sér heyra gagnvart stjórnvöldum. Hann vísaði bæði til félagasamtaka borgara sem mynduð eru um ákveðna hagsmuni og hópa en ekki síður félög atvinnurekenda. „Mér er ekki grunlaust um að í síðara tilvikinu sé einhver hræðsla sem hamlar og ég hef hvatt fyrirsvarsmenn þessara félaga til að ef þeir telji að einhverra hluta vegna sé ekki staðið rétt að hlutum þá eigi þeir að láta í sér heyra,“ sagði umboðsmaður og bætti við:„Ég hef stundum fengið bágt fyrir það hjá fyrirsvarsmönnum stofnana ríkisins en ég ítreka það að ég kysi að það væri meira um það að félagasamtök létu í sér heyra.“ Umboðsmaður sagði skýrslu væntanlega frá honum vegna frumkvæðisathugunar um upplýsingagjöf stjórnvalda. Þrátt fyrir nýlega endurskoðun upplýsingalaga virtust stjórnvöld bæði taka mjög lítið frumkvæði í að veita upplýsingar og bregðast illa við upplýsingabeiðnum fyrr en komin væri spenna í mál. Þá gagnrýndi umboðsmaður að í þeim tilvikum er upplýsingar væru veittar væri upplýsingagjöf gjarnan þannig háttað að ómögulegt reyndist að átta sig á upplýsingunum. Umboðsmaður kallaði eftir breyttu viðhorfi stjórnvalda til upplýsingagjafar. Vísbendingar væru um að stjórnvöldum fyndist gott, áður en tekið væri af skarið og upplýsingar veittar, að láta fyrst reyna á rétt borgaranna til upplýsinga hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Hann nefndi langan afgreiðslutíma hjá úrskurðarnefndinni og fór yfir óánægju fjölmiðla þar að lútandi. „Svo er ekkert launungarmál að fjölmiðlafólk hefur verið afskaplega ósátt við aðgengi sitt að upplýsingum og möguleika til að fá gögn og við stöðuna á málum varðandi úrskurð- arnefndina og þann tíma sem þessi mál taka,“ sagði Tryggvi og hvatti til þess að allir legðust á árar um að flýta málsmeðferð nefndarinnar
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira