Borgin og lögregla sameinist í baráttu gegn vændi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. mars 2018 21:00 Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar leggur til aukið samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi sem hefur stóraukist á liðnum árum. Borgarstjórn og ofbeldisvarnarnefnd stóðu fyrir sameiginlegum fundi um vændi og mansal í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur skipulagt vændi stóraukist á Íslandi á síðustu þremur árum. Í erindi sínu sagði yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar að það að panta vændiskonu í Reykjavík væri orðið jafn auðvelt og að panta pítsu þar sem konurnar séu oft keyrðar heim að dyrum kaupenda. Verð á vændi er að meðaltali 35 þúsund krónur á Íslandi og er það með því hæsta sem gerist en talið er að það gæti aukið áhuga á starfseminni hér á landi. „Þetta eru í rauninni bara tölur sem við tökum út úr auglýsingum sem eru að koma fram. Svíþjóð er neðst með tíu þúsund krónur á meðan við erum með 35 þúsund krónur," segir Snorri Birigsson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Snorri Björnsson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.Nokkur vændismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglu og Snorri segir algengt starfsemin fari fram í íbúðum sem leigður eru í gegnum síðurnar Airbnb og Booking.com. Almennt sé leitast eftir miðsvæðis íbúðum með auðveldu aðgengi. Hann telur að efla mætti samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi. Það yrði gert með samráði borgar við bókunarsíðurnar. „Hún gæti þá eflt samstarf við þær leigumiðlanir sem eru hér að leigja út íbúðir. Miðað við það sem hefur komið fram hér í dag virðist vera áhugi af þeirra hálfu til að taka þátt í því," segir Snorri „Það væri undir þeim formerkjum að spyrna gegn því að leigusalar séu að leigja til einstaklinga sem eru að gera aðila út í vændi eða til einstaklinga í vændi," segir Snorri. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar leggur til aukið samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi sem hefur stóraukist á liðnum árum. Borgarstjórn og ofbeldisvarnarnefnd stóðu fyrir sameiginlegum fundi um vændi og mansal í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hefur skipulagt vændi stóraukist á Íslandi á síðustu þremur árum. Í erindi sínu sagði yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar að það að panta vændiskonu í Reykjavík væri orðið jafn auðvelt og að panta pítsu þar sem konurnar séu oft keyrðar heim að dyrum kaupenda. Verð á vændi er að meðaltali 35 þúsund krónur á Íslandi og er það með því hæsta sem gerist en talið er að það gæti aukið áhuga á starfseminni hér á landi. „Þetta eru í rauninni bara tölur sem við tökum út úr auglýsingum sem eru að koma fram. Svíþjóð er neðst með tíu þúsund krónur á meðan við erum með 35 þúsund krónur," segir Snorri Birigsson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar. Snorri Björnsson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar.Nokkur vændismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglu og Snorri segir algengt starfsemin fari fram í íbúðum sem leigður eru í gegnum síðurnar Airbnb og Booking.com. Almennt sé leitast eftir miðsvæðis íbúðum með auðveldu aðgengi. Hann telur að efla mætti samstarf milli lögreglu og borgar til að stemma stigu við vændisstarfsemi. Það yrði gert með samráði borgar við bókunarsíðurnar. „Hún gæti þá eflt samstarf við þær leigumiðlanir sem eru hér að leigja út íbúðir. Miðað við það sem hefur komið fram hér í dag virðist vera áhugi af þeirra hálfu til að taka þátt í því," segir Snorri „Það væri undir þeim formerkjum að spyrna gegn því að leigusalar séu að leigja til einstaklinga sem eru að gera aðila út í vændi eða til einstaklinga í vændi," segir Snorri.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira