Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2018 18:45 Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja. Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja.
Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira