Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2018 18:45 Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“