Halda að iðnaðarstörfum fylgi óhreinindi, hávaði og kuldi Höskuldur Kári Schram skrifar 4. október 2018 18:45 Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Bæta þarf ímynd iðnnáms hér á landi að mati sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins sem segir að ungt fólk sé upp til hópa með ranghugmyndir um eðli og fjölbreytni námsins. Samtök iðnaðarins kynntu í dag nýja menntastefnu þar sem lögð áhersla á nauðsyn þess að efla iðnnám hér á landi. Samtökin benda á að íslenskir framhaldsskólanemar velji mun síður iðn- og starfsnám en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum OECD. Frammistaða í raungreinum hafi farið versnandi á síðustu árum og brottfall nemenda sé afar hátt. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála hjá Samtökum iðnaðarins segir mikilvægt að byrja strax í grunnskólum til að taka á vandanum. „Við sjáum vísbendingar um að við séum að sigla í rétta átt en þetta er ekki að gerast nógu hratt og við þurfum að gera enn betur. Þetta snýst fyrst og fremst um að við skoðum betur rætur vandans. Skoðum hvernig við getum styrkt nemendur okkar betur og upplýst betur strax í grunnskólanum þannig að við styðjum þau í rétta ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja framhaldsnám,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir að ákveðnir fordómar séu ríkjandi hér á landi í garð iðnnáms og að ungt fólk sé ekki alltaf meðvitað um þann fjölda námsgreina sem er í boði. „Það eru um 100 leiðir sem að nemendur geta farið þegar kemur að starfsnámi og þar af eru sextíu sem tengjast iðnnámi. Þegar ungt fólk í grunnskólum í dag er spurt um hvaða leiðir séu í boði þá eru þau kannski að nefna fjórar til sex greinar og hafa þá jafnvel hugmyndir um að mörgum þeirra fylgi kuldi, óhreinindi, hávaði og annað sem á ekki við rök að styðjast,“ segir Ingibjörg. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir margt hafa áunnist í þessum málum á undanförnum misserum og að nemendum hafi fjölgað. „Við sjáum stóraukningu er varðar rafiðn og húsasmíði, um 33 prósenta aukningu milli ára, og það er mjög jákvætt og við viljum gera enn betur hvað þetta varðar,“ segir Lilja.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira