Sagði jóladraslinu stríð á hendur og hvetur til umhverfisvænni jólagjafa Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 18:45 Sigga Dögg er einn þekktasti kynfræðingur landsins. Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan. Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Gjafabréf á kaffihús, snyrtivörur í umhverfisvænum umbúðum, túrbrækur og listaverk eru meðal þeirra hugmynda sem Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, fékk þegar hún kallaði eftir hugmyndum frá Facebook vinum sínum. Hún segir að það sé auðvelt að hrífast með í jólaösinni en vonar að fólk geti nýtt sér hugmyndirnar sem bárust. „Sóun fer í taugarnar á mér,“ segir Sigga Dögg í samtali við Vísi. „Hún fer í taugarnar á mér fjárhagslega og hvað hún er umhverfisfrek og hvað þetta er ekki bara buddan heldur tíminn sem fer í að afla peninganna í einhvern hlut sem er gleymdur eftir smástund. Ég er orðin ógeðslega þreytt á því öllu.“ Hún segist taka eftir því að umræða um umhverfisvænar jólagjafir og minni neyslu í kringum jólin sé orðin háværari. Til dæmis tali fleiri um að gefa upplifanir, frekar en veraldlega hluti. „Þegar það er alltaf verið að keppast um tíma og tíminn er orðinn ein dýrmætasta auðlindin. Ekki bara að gefa upplifun heldur að gefa samveru. Það er eitt að senda mann á súkkulaðinámskeið, sem er kannski skemmtilegt, en aðalgullið er kannski að fá einhvern með sér.“Ef fleiri taki þátt séu færri hallærislegir Sigga segist lengi hafa stundað það að gefa hvers kyns gjafabréf og upplifanir í tækifærisgjafir. Til dæmis á árum sínum sem fátækur námsmaður. Hún viðurkennir að stundum hafi hún fengið á tilfinninguna að gjafabréf upp á samveru með henni gæti þótt hallærisleg gjöf en henni hafi þó alltaf þótt það góð hugmynd. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir þessa vitundarvakningu því þá er ég ekki alveg jafn hallærisleg.“ Krydd og uppskrift, þurrefni í krukku með uppskrift að til dæmis kakó eða smákökum og inneignarmiði í heimaeldaða máltíð eru einmitt meðal þeirra hugmynda sem Sigga Dögg tekur saman í færslu á Facebook. Hún segir einnig að þetta hugarfar hafi smitast yfir á aðra heimilismenn. „Ég á þrjú börn og þú getur rétt ímyndað þér hversu mörg leikföng eru á heimilinu. Fyrir tveimur árum síðan fórum við að biðja um í afmælisgjöf fyrir krakkana upplifanir. Það hafa verið gjafabréf í bíó, í keilu, ísbúð og alls konar,“ segir hún. „Þau eru rosalega peppuð fyrir því að fara að nota gjafabréfið sitt, það verður meiri stemning í kringum þetta og kannski aðeins meira úr því.“ Færslu Siggu Daggar má sjá hér fyrir neðan.
Jól Neytendur Tengdar fréttir „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að fólk kaupi ekki óþarfa. 21. nóvember 2018 13:22