Tíu milljarða fjárfesting hjá Árborg næstu fjögur árin 22. nóvember 2018 09:45 Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Magnús Hlynur Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni. Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Fyrri umræða vegna fjárhagsáætlunar 2019 hjá Sveitarfélaginu Árborg var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem gert er ráð fyrir 505 milljóna króna afgangi. Helst ber til tíðinda að gert er ráð fyrir að A-hluti skili 48,5 milljóna króna afgangi og er það í fyrsta sinn frá árinu 2008 sem áætlun fyrir A-hluta er skilað með afgangi, utan þess að gert var ráð fyrir 4 m.kr. afgangi í þeirri áætlun sem lögð var fram fyrir ári síðan. Samkvæmt áætluninni eru álagningarprósentur skatta á íbúðarhúsnæði lækkaðar umtalsvert til að mæta þeirri miklu hækkun sem orðið hefur á fasteignamati í sveitarfélaginu. Þannig lækkar fasteignaskattur úr 0,325% í 0,275%, sem er 15,4% lækkun á skattinum. Skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum, eins og það hefur verið reiknað á undanförnum árum, nær nýju lágmarki árið 2019 m.v. framlagða áætlun og verður 122,7%. Breyting hefur þó orðið á lögum um þetta viðmið og reiknast það 106,7% samkvæmt nýjum reglum. „Bættur rekstur mun gera kleift að bæta þjónustu við íbúa og auka þannig velsæld og ánægju í sveitarfélaginu. Myndarlegur rekstrarafgangur er einnig nauðsynlegur svo sveitarfélagið hafi aukna getu til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum á borð við leikskóla, grunnskóla, íþróttahús og fráveitu, sem er mikilvægt þegar fjölgun íbúa er eins hröð og nú gerist í Árborg“, segir í greinargerð með tillögunni. Tíu milljarðar í innviði Sveitarfélagið Árborg mun fjárfesta í innviðum fyrir rúmlega 10 milljarða á næstu fjórum árum. Uppbygging íbúðabyggðar í Björkurstykki á Selfossi með um 650 íbúðum og nýjum grunnskóla á svæðinu, uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg á Selfossi, nýr leikskóli á Selfossi og hreinsistöð fráveitu í Ölfusá verða stærstu einstöku fjárfestingarnar á tímabilinu. „Aldrei áður í sögu sveitarfélagsins hefur verið fjárfest jafn mikið í samfélagslegum innviðum og gert verður á næstu fjórum árum. Til að mæta uppsafnaðri fjárfestingaþörf síðustu ára er mikil fjárfesting framundan á næstu tveimur árum en minnkar á síðari hluta tímabilsins. Meðal annars verður aukinn kraftur verður settur í orku- og vatnsöflun“, segir jafnframt í greinargerðinni.
Fréttir Stj.mál Stjórnsýsla Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira