Nýr lýðháskóli á Flateyri vekur áhuga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 20:45 Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Vísir/Egill Aðalsteinsson Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“ Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Fjöldi umsókna hefur borist um nám í nýjum lýðháskóla á Flateyri. Skólastjórinn segir hugmyndina hafa kviknað hjá Önfirðingum og sumargestum á Flateyri sem vilja efla samfélagið. Námsmenn með fjölskyldur eru boðnir velkomnir og vonast er eftir fjölgun í leik- og grunnskólum. Hópur frumkvöðla hefur stofnað lýðháskóla hér á Flateyri og mun hann taka til starfa nú í haust. Skólinn er hugarsmíð Flateyringa og sumargesta bæjarins, þeirra sem eiga hér hús og dvelja yfir sumartímann. Þeir vildu gefa til baka til samfélagsins. „Ekki síst til að auðga mannlífið yfir vetrartímann. Vegna þess ég hef verið hér bæði að vetri og sumrin. Æði á sumrin en á veturna - það er algjört æði að vera hérna,“ segir Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri. Helena segir ótrúlegan fjölda umsókna hafa nú þegar borist og verður haldið áfram að taka við þeim út júní. Nemendur geta leigt herbergi í þessum húsum en einnig er fjölskyldum hjálpað að finna sér samastað. „Segjum að við verðum með 30-40 nemendur við skólann í haust. Það er gríðarleg viðbót við samfélagið sem er 160 manna samfélag fyrir. Einhverjir hafa óskað eftir að koma með fjölskyldur með sér og þá vonandi náum við að bæta við skóla og leikskóla.“ Helena Jónsdóttir skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri.Vísir/Egill AðalsteinssonTvær námsbrautir verða í boði. Útivistarbraut og skapandi braut. Námið stendur yfir í einn vetur og það er engin gráða eða próf „Persónuþroski sem við erum að leita að. Fólk fari héðan með meiri trú á eigin getu. betri hugmyndir um hvað það vill hvað ekki. Hvaða áhugi og styrkleikar og veikleikar.“ Helena segir Flateyri kjörinn stað fyrir lýðháskóla. „Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því þegar þið keyrðuð út úr göngunum. Það hægist á manni. Hér er lífið í öðrum takti.“
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira