Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 13:20 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“ Uppsögn lektors við HR Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“
Uppsögn lektors við HR Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira