Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2018 18:10 Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Eyþór Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann. Manninum er gefið að sök að hafa, ásamt öðrum manni, staðið að innflutningi á tæplega 700 grömmum af kókaíni, ætlað til sölu hér á landi. Tollverðir lögðu hald á efnin er mennirnir komu hingað til lands með flugi í mars. Voru þeir hvor með sinn pakkann í fórum sínum. Við yfirheyrslur sagðist maðurinn hafa fundið pakkann sem hann var með, á klósetti flugvallarins áður en að lagt var af stað til Íslands. Hafi hann ákveðið að taka pakkann með án þess að vita hvað væru í honum. Þá sagðist hann ekki hafa vitað af því að félagi hans væri einnig með pakka.Maðurinn bíður dóms Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi um skamma hríð eftir komuna til landsins en var sleppt úr haldi og úrskurðaður í farbann. Mál á hendur honum hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Aðalmeðferð þess máls er lokið en maðurinn neitaði sök. Beðið er dóms í málinu. Svo virðist sem að maðurinn hafi ekki haft áhuga á því að bíða eftir niðurstöðu dómara í málinu. Þann 1. október síðastliðinn hafði lögregla í flugstöðvardeild lögreglustjórans á Suðurnesjum afskipti af manninum á Keflavíkurflugvelli þar sem hann beið í biðröð á meðal farþega á leið í flug. Átti hann bókað flug úr landi. Maðurinn var handtekinn og í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að maðurinn hafi játað að hafa ætlað að flýja frá Íslandi, þrátt fyrir farbannið. Í framhaldinu krafðist héraðssaksóknari að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem augljós hætta væri á því að maðurinn reyndi að koma sér undan málsókn eða refsingu með því að flýja land. Héraðsdómur Reykjaness féllst á beiðni héraðssaksóknara. Úrskurðinum var skotið til Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. Maðurinn þarf því að sæta gæsluvarðhaldi þangað til dómur í máli hans fellur.Úrskurður Landsréttar
Dómsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira