Tíu ára prjónasnillingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2018 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira