Höfuðborgarlistinn vill mannlega og góða borg Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. mars 2018 19:30 Oddviti nýstofnaðs Höfuðborgarlista hefur efasemdir um Borgarlínu, vill byggja Sundabraut sem fyrst og gera borgina mannlega og góða. Framboðið var kynnt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur síðdegis. Framboðið á sér fremur stuttan aðdraganda, en listinn var formlega stofnaður fyrir 20 dögum síðan. Aðeins verður boðið fram í Reykjavík og er 46 manna listi frambjóðenda klár. Efstu þrjú sætin skipa Björg Kristín Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri og viðskiptafræðingarnir Sif Jónsdóttir og Snorri Marteinsson. Björg segist hafa talsverða reynslu af samskiptum í borgarkerfinu, og segir hana ekki eins og best verður á kosið. „Ég ákvað bara að fara sjálf í málin, ég ætla bara að taka málin í mínar eigin hendur og ætla að breyta vinnubrögðum hér í borginni sem mér hugnast ekki,“ segir Björg.Hvað er það helst sem þér hugnast ekki, og hvernig viltu breyta því?„Ja, það er bara stjórnsýsla og hvernig er komið að íbúum. Við viljum bara að þetta sé mannleg og góð borg sem er vel stjórnað,“ segir Björg. Hún segir listann skipaðan afar breiðri fylkingu fólks úr borginni. „Þetta eru kennarar, leikskólakennarar, mannauðs- og mannfræðingar, jarðfræðingar. Þetta er bara alls konar fólk sem hefur mikla reynslu.“ Björg segir samgöngumál ofarlega á blaði, en hún vill ráðast í byggingu Sundabrautar fyrr en síðar. Þá hefur hún áhyggjur af óvissuþáttum tengdum fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur að verði afar dýr framkvæmd. „Svo er náttúrulega ekki vitað hvernig þetta mun vera rekið. Á meðan við getum ekki lagað holurnar í götunum, hvernig munum við þá geta byggt borgarlínu fyrir allan þennan pening? Ég spyr nú bara,“ segir Björg að lokum. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Oddviti nýstofnaðs Höfuðborgarlista hefur efasemdir um Borgarlínu, vill byggja Sundabraut sem fyrst og gera borgina mannlega og góða. Framboðið var kynnt fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur síðdegis. Framboðið á sér fremur stuttan aðdraganda, en listinn var formlega stofnaður fyrir 20 dögum síðan. Aðeins verður boðið fram í Reykjavík og er 46 manna listi frambjóðenda klár. Efstu þrjú sætin skipa Björg Kristín Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri og viðskiptafræðingarnir Sif Jónsdóttir og Snorri Marteinsson. Björg segist hafa talsverða reynslu af samskiptum í borgarkerfinu, og segir hana ekki eins og best verður á kosið. „Ég ákvað bara að fara sjálf í málin, ég ætla bara að taka málin í mínar eigin hendur og ætla að breyta vinnubrögðum hér í borginni sem mér hugnast ekki,“ segir Björg.Hvað er það helst sem þér hugnast ekki, og hvernig viltu breyta því?„Ja, það er bara stjórnsýsla og hvernig er komið að íbúum. Við viljum bara að þetta sé mannleg og góð borg sem er vel stjórnað,“ segir Björg. Hún segir listann skipaðan afar breiðri fylkingu fólks úr borginni. „Þetta eru kennarar, leikskólakennarar, mannauðs- og mannfræðingar, jarðfræðingar. Þetta er bara alls konar fólk sem hefur mikla reynslu.“ Björg segir samgöngumál ofarlega á blaði, en hún vill ráðast í byggingu Sundabrautar fyrr en síðar. Þá hefur hún áhyggjur af óvissuþáttum tengdum fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur að verði afar dýr framkvæmd. „Svo er náttúrulega ekki vitað hvernig þetta mun vera rekið. Á meðan við getum ekki lagað holurnar í götunum, hvernig munum við þá geta byggt borgarlínu fyrir allan þennan pening? Ég spyr nú bara,“ segir Björg að lokum.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent