Hjálpaði sjálfur til við björgunina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. mars 2018 13:20 Sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni og ofan á mann við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Vísir Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Maðurinn sem lenti undir gröfu við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra í gærkvöldi hlaut nokkur beinbrot en er annars við ágæta heilsu. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr.Sjá einnig: 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Brunavarnir Rangárþings og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi þegar sautján tonna beltagrafa valt ofan af vélarvagni við bæinn Uxahrygg í Rangárþingi Ytra. Grafan lenti ofan á manni sem hafði unnið að því að ná gröfunni af vagninum. Alls tóku á bilinu þrjátíu til fjörtíu slökkviliðs-, björgunarsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að viðbragðsaðilar hafi þurft að nota öll sín tæki og tól til þess að ná manninum undan gröfunni. „Svo eru bændur þarna í kring sem koma með dráttarvélar og lyftara. Þessir hreinlega vaða bara á vélina og með því tekst að lyfta henni nægilega til þess að hægt sé að klippa ökumannshúsið og draga hann undan vélinni.“Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.VísirÞá segir Oddur að maðurinn hafi verið með meðvitund allan tímann sem björgunaraðgerðir stóðu yfir. „Hann var sjálfur að aðstoða við björgunina. Hann var sjálfur að hreyfa sig og toga sig til þannig að hægt væri að ná honum út. Það var alltaf ljós í myrkrinu að ef okkur tækista að ná honum út væri til mikils að vinna,“ segir Oddur. Maðurinn var fastur undir gröfunni í um eina klukkustund og var síðan fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann til aðhlynningar. Hann hlaut nokkur beinbrot en er annars talinn við ágæta heilsu og segir Oddur það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Hann er inniliggjandi ennþá á spítala og verður það væntanlega í einhverja daga en útlitið er nokkuð bjart,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.
Tengdar fréttir 17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
17 tonna grafa valt ofan á mann í Rangárþingi-Ytra Björgunaraðgerðir gengu vel og maðurinn var fluttur á slysadeild í Fossvogi 30. mars 2018 00:45