Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla hafa búið til „þessa fígúru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 00:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni: Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni:
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Sjá meira