Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla hafa búið til „þessa fígúru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 00:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni: Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni:
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira