Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla hafa búið til „þessa fígúru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 00:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni: Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni:
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira