Loka Kvennagjá vegna slæmrar umgengni: Ferðamenn drekka, grilla, þvo föt og skó og hægja sér í gjánni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:08 Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá. ólöf hallgrímsdóttir Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira