Loka Kvennagjá vegna slæmrar umgengni: Ferðamenn drekka, grilla, þvo föt og skó og hægja sér í gjánni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 09:08 Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá. ólöf hallgrímsdóttir Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira
Landeigendur í Vogum í Mývatnssveit hafa brugðið á það ráð að loka Kvennagjá, vinsælum ferðamannastað í sveitinni, vegna slæmrar umgengni. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, segir að verið sé að koma í veg fyrir að fólk fari í gjána og baði sig en þrátt fyrir skilti á fjórum tungumálum um að ekki sé leyfilegt að baða sig í gjánni þá geri fólk það samt. Fyrst var greint frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við Vísi segir Ólöf að um neyðarúrræði sé að ræða þar sem einhver hluti ferðamanna virði ekki það sem komi fram um umgengni við staðinn á upplýsingaskiltum. Grindverk hefur verið sett upp til að loka Kvennagjá en Ólöf tekur það fram að um afturkræfa og vonandi tímabundna aðgerð sé að ræða. Til að mynda hafi verið passað upp á að hvergi væri borað í grjót við uppsetningu grindverksins. Þá geti fólk eftir sem áður komið og skoðað svæðið og tekið myndir.Kvennagjá er hluti Grjótagjár sem er vinsæll ferðamannastaður í Mývatnssveit.ólöf hallgrímsdóttir„Það eru þarna upplýsingaskilti fyrir utan gjárnar en fólk fer samt og baðar sig þarna, þarna er pappír og það er verið að drekka bjór svo það eru glerflöskur í gjánni. Síðan höfum við lent í því nokkrum sinnum að verka upp mannaskít en fólk er líka að þvo fötin sín þarna og skóna, grilla og svo höfum við meira að segja komið að fólki sem ætlar að sofa í gjánni,“ segir Ólöf. Kvennagjá og Karlagjá eru hluti Grjótagjár en síðustu ár og áratugi hefur Kvennagjá verið vinsælli baðstaður en Karlagjá þar sem vatnið í þeirri síðarnefndu er mun heitara. Að sögn Ólafar koma nokkur hundruð manns að gjánum á dag yfir sumartímann og gefur því augaleið að umgangur um svæðið hefur verið mikill. Ólöf segir að samhliða lokuninni hafi landeigendur sett upp þurrkamar á svæðinu sem þeir vonast til að fólk noti frekar heldur en gjárnar og allt svæðið í kring til að losa hægðir. Það sé síðan unnið að því að gera nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem sé forsenda fyrir því að landeigendur geti byggt upp innviði og tekið á móti ferðamönnum af myndarskap. „Okkar draumur er að önnur gjáin geti orðið baðstaður en þá undir eftirliti og að við getum haft þarna starfsmann allan daginn sem leiðbeinir fólki, stýrir umferð og lítur eftir að allir geri eins og á að gera,“ segir Ólöf.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Sjá meira