Tjónið metið á tugi milljóna króna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 19:12 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann. Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann.
Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28
Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20
Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33