Tjónið metið á tugi milljóna króna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 19:12 Frá vettvangi við Öskju í morgun. Vísir/Jóhann k. Jóhannsson Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann. Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Átta bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju. Framkvæmdastjóri Öskju segir þetta mikið áfall fyrir eigendur bílanna en talið er að tjónið sé á annan tug milljóna. Enginn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Tilkynnt var um bruna á bílum fyrir utan bílaumboðið Öskju um klukkan fimm í morgun. Átta bílar eru mikið skemmdir eða ónýtir en helmingur bifreiðanna eru í eigu viðskiptavina fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Verið er að vinna úr upplýsingum og meðal annars fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund. Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða. „Við fengum símtal klukkan fimm í morgun frá vaktmanni sem keyrir hér um svæðið reglulega. Hann kom að einum bíl sem logaði í og í framhaldi eða á næstu mínutum endar þetta í átta bílum sem fuðra upp á örskömmum tíma,“ segir hann um atvikið. Hann segist trúa því að tjónið sé á annan tug milljóna. Enda um dýra bíla að ræða. Verið sé að skoða þetta með tryggingafélögum og trygging viðkomandi bifreiðar nær yfir svona tjón. Allir bílarnir séu tryggðir og munu þau aðstoða eigendur eins og kostur er í ferlinu. „Það er alltaf skaði fyrir einhvern að lenda í svona og þetta hækkar iðgjöld annarra. Þetta er mikill skaði fyrir okkur og eigendur þessara bíla,“ segir hann. Átta öryggismyndavélar eru á svæðinu og þar sást að kveikt var í allavega þremur bílum en eldurinn færðist svo yfir í fleiri. „Atvikið sést nokkuð vel. Við höfum afhent lögreglu gögnin til frekar úrvinnslu og erum því ekki búin að greina þetta alveg en að minnsta kosti einn aðili var þarna á ferð,“ segir hann.
Tengdar fréttir Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28 Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20 Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Sjá meira
Átta bílar skemmdust í bruna við Öskju Átta bílar skemmdust í brunanum, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 20. ágúst 2018 07:28
Helmingur bifreiðanna úr brunanum í eigu viðskiptavina Að minnsta kosti átta bifreiðar eru mikið skemmdar eða ónýtar eftir íkveikju við bílaumboðið Öskju snemma í morgun. 20. ágúst 2018 09:20
Enginn í haldi lögreglu en fullvíst að kveikt var í bílunum Íkveikjan við bílaumboðið Öskju snemma í morgun er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 20. ágúst 2018 11:33