Stjórnmálaprófessor segir Viðreisn hafa fengið talsvert fyrir sinn snúð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 12:39 Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Vísir/Jói K/ Auðunn Níelsson Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Svo virðist sem Viðreisn hafi fengið talsvert fyrir sinn snúð í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg. Þetta segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Á blaðamannafundi nýs meirihluta sem fór fram í gær kom í ljós að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, yrði formaður borgarráðs, að Pawel Bartoszek yrði forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins auk þess sem hann myndi gegna formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins. Grétar Þór bendir á að Viðreisn, með Þórdísi Lóu í broddi fylkingar, hafi verið í lykilstöðu í viðræðunum því þeim stóð til boða að starfa bæði til hægri og vinstri og því í aðstöðu til að geta gert meiri kröfur. Viðreisn reyndist stærst nýju flokkanna í framboði og þriðji stærsti flokkur allra í Reykjavíkurborg. Stjórnmálaflokkurinn hlaut 8,2% atkvæða og tvo borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu og Pawel Bartoszek. Grétar Þór bendir á að Viðreisn hafi fyrst og fremst tryggt sér góða stöðu hvað varðar embættisskipan og nefndarformennsku. „Þau eru engu að síður að ganga inn í mjög margt af því sem gamli meirihlutinn lagði upp með fyrir kosningar,“ segir Grétar Þór og vísar í borgarlínu, þéttingu byggðar og fleira. „Þau eru í raun og veru að ganga mjög til móts við þær áherslur.“ „Auðvitað virðist það vera, sem maður hélt, að það virtist ekki vera mikil fjarlægð á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans í þessum lykilmálum þannig að þetta virðist hafa gengið ágætlega saman,“ segir Grétar Þór. Það hafi reynst töluverður samhljómur á milli Viðreisnar og gamla meirihlutans (að undanskilinni Bjartri framtíð sem bauð ekki fram til borgarstjórnar).Óvíst um breytta ásýnd nýs meirihlutaFlokksleiðtogunum sem áttu í viðræðunum um myndun meirihluta var tíðrætt um breytta ásýnd nýs meirihluta. Hér væri ekki um að ræða áframhaldandi meirihlutasamstarf frá síðasta kjörtímabili. Er nýtt yfirbragð með nýjum meirihluta?„Það er erfitt að meta, auðvitað að er sami borgarstjóri en það verður að koma í ljós hvernig þau spila úr þessu; hvort að Dagur verður áfram jafn mikið áberandi og hann var eða hvort Þórdís Lóa fær stærra hlutverk og fleiri tækifæri til að vera meira í sviðsljósinu. Það getur alveg komið fram nýtt yfirbragð og við eigum þá kannski eftir að sjá hvort það verður.“Viðreisn hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstriAðspurður um félagslegar vinstri áherslur og hvort Vinstri græn hefðu borið skarðan hlut frá borði svarar Grétar Þór játandi; „enda eru þau minnst í þessu samhengi og töpuðu fylgi í kosningunum þannig að þau eru kannski ekki í aðstöðu til að gera mikið en auðvitað má náttúrulega minna á að Samfylking er nú þarna og þau telja sig nú, á landsvísu að minnsta kosti, vera vinstri flokk. Ég held að þetta mynstur hafi ekki fært gamla meirihlutann meira til vinstri, nema síður sé. Hins vegar eru lykilmálin ekki klassísk hægri/vinstri mál,“ segir Grétar Þór og vísar í vægi skipulagsmála í málefnasamningi nýs meirihluta.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira