„Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 20. júní 2018 22:48 Hinir fjórir fræknu, þeir sem þorðu. Frá vinstri: Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason. Vísir/Kolbeinn Tumi Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Jóhannes Viðar Bjarnason, Jón Þór Eyþórsson, Vignir Sigursveinsson og Óli Jón Ólason vöktu athygli blaðamanns í Volgograd í kvöld. Þeir voru klæddir íslensku landsliðstreyjunni eins og fjölmargir en það var merkingin að aftan sem fékk blaðamann til að biðja þá um að staldra við. „Þeir sem þorðu“ stendur aftan á treyjunum sem eru númeraðar frá eitt upp í fjögur. Þannig er að fjórmenningarnir tilheyra veiðiklúbbnum „Óli alls staðar“. Magnaður veiðiklúbbur sem hefur marga fjöruna sopið en þær sögur tæki of langan tíma að segja að sögn félaganna fjögurra. Klúbburinn telur raunar tólf meðllimi og segir Óli, einn þriggja Óla í klúbbnum, að þeir hafi ætlað saman í epíska tólf manna ferð. Hingað eru þeir þó aðeins fjórir mættir. „Við ætluðum allir að fara en svo vorm það bara við fjórir sem þorðum,“ segir Óli og félagarnir taka undir með honum. Hann tekur undir með blaðamanni að hann sé eini „alvöru Ólinn“ miðað við mætinguna fyrir austan tjald. Hinir aumingjar sem þorðu ekki Félaganir voru fjórir í Moskvu líka og fylgja svo liðinu til Rostov í þriðja leikinn í riðlinum. Framhaldið er óráðið en félaganir eru handvissir um að Ísland komist upp úr riðlinum. „Af hverju ekki?· spyr Vignir blaðamann sem að á ekkert svar. Okkar mönnum eru allir vegir færir. Spáin 2-0 kemur líklega frá Jóni Þór en það skiptir ekki öllu máli, þeir eru sannfærðir um sigur hvernig svo sem tölurnar verða.En hvað vilja þeir segja við áttmenninganna sem eru að bíða eftir sumrinu heima á Íslandi? „Þeir eru bara aumingjar sem þorðu ekki,“ segir Óli Jón og hlær.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03 Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06 Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Öskraði bara eitthvað bull á spænsku Alfreð Finnbogason vakti athygli fyrir fagnið á móti Argentínu. 20. júní 2018 08:03
Hannes segir Rúrik loksins fá þá viðurkenningu sem hann eigi skilið 620 þúsund. Það er fylgjendafjöldi Rúriks Gíslasonar að morgni 20. júní. Lygileg tala og bara tímaspursmál hvenær hann verður sá stærsti á Íslandi ef fram heldur sem horfir. 20. júní 2018 08:06
Alveg sama um skoðanir Messi á spilamennsku íslenska liðsins Alfreð Finnbogason útskýrði fyrir erlendum blaðamanni að það væru fleiri en ein leið til að spila fótbolta. 20. júní 2018 12:00