Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 20:54 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þegar hún flutti málið í héraði. Vísir/Vilhelm Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52