Trollkúlur öðlast nýtt líf Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2018 14:30 Fimmmenningarnir flottur út í fjöru að safna kúlum. Hafsteinn Rúnar, Ragnar Geir, Ragnar Þór, Sigurður Örn og Viktor Andri eru allir vinir á lokaári í Verzlunarskóla Íslands og stefna á útskrift 26. maí næstkomandi. Nú vinna þeir að frumkvöðlaverkefni sem styður við átak Landverndar Hreinsum Ísland. „Allir viðskiptabekkirnir í skólanum fara í frumkvöðlafræðiáfanga á síðustu önninni og taka þátt í fyrirtækjasmiðju JÁ Iceland,“ segir Hafsteinn Rúnar Jónsson í samtali við Vísi. „Við erum að búa til nýtískulega hönnunarvöru úr trollkúlum sem við fjarlægum úr fjörum Reykjanesskaga. Við málum trollkúlurnar svarbláar og Lilja Cardew, upprennandi listakona, málar síðan stjörnur og stjörnumerki á kúlurnar.“ Hann segir að stjörnurnar séu málaðar á með sjálflýsandi efni og því lýsa þær í myrkri.Skemmtilegt verkefni hjá þessum menntskælingum.„Kúlurnar eru mis veðraðar og handmálaðar af Lilju Cardew sem gerir vöruna mjög persónulega. Tómas Knútsson í Bláa hernum hjálpaði okkur mikið við að hreinsa fjörurnar og safna trollkúlum. Tómas vinnur gott og mikilvægt starf til að sinna umhverfinu á Íslandi.“ Hann segir að hópurinn hafi fengið hugmyndina af vörunni á fyrirlestur frá Þóri Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Íslenska Sjávarklasans. „Það er gífurlegt magn af plasti og rusli í sjónum okkar og fjörurnar eru margar stútfullar af drasli, sem er sorglegt. Því er spáð að árið 2050 verði meira plast í sjónum en fiskar, ef farið er eftir þyngd. Þetta er til að mynda mjög slæmt fyrir dýralíf í kringum sjóinn og fuglar geta auðveldlega fest sig í plasti eða öðru drasli og slasað sig. Megintilgangur og markmið starfseminnar okkar er að stuðla að umhverfisvernd. Algengt er að plast, sem hægt væri að endurnýta, sé grafið ofan í jörðina en við viljum frekar nýta plastið á skapandi hátt. Plastið er í raun verðmæti og það er því óþarfa sóun að farga því með þeim óumhverfisvæna hætti að grafa það.“ Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Hafsteinn Rúnar, Ragnar Geir, Ragnar Þór, Sigurður Örn og Viktor Andri eru allir vinir á lokaári í Verzlunarskóla Íslands og stefna á útskrift 26. maí næstkomandi. Nú vinna þeir að frumkvöðlaverkefni sem styður við átak Landverndar Hreinsum Ísland. „Allir viðskiptabekkirnir í skólanum fara í frumkvöðlafræðiáfanga á síðustu önninni og taka þátt í fyrirtækjasmiðju JÁ Iceland,“ segir Hafsteinn Rúnar Jónsson í samtali við Vísi. „Við erum að búa til nýtískulega hönnunarvöru úr trollkúlum sem við fjarlægum úr fjörum Reykjanesskaga. Við málum trollkúlurnar svarbláar og Lilja Cardew, upprennandi listakona, málar síðan stjörnur og stjörnumerki á kúlurnar.“ Hann segir að stjörnurnar séu málaðar á með sjálflýsandi efni og því lýsa þær í myrkri.Skemmtilegt verkefni hjá þessum menntskælingum.„Kúlurnar eru mis veðraðar og handmálaðar af Lilju Cardew sem gerir vöruna mjög persónulega. Tómas Knútsson í Bláa hernum hjálpaði okkur mikið við að hreinsa fjörurnar og safna trollkúlum. Tómas vinnur gott og mikilvægt starf til að sinna umhverfinu á Íslandi.“ Hann segir að hópurinn hafi fengið hugmyndina af vörunni á fyrirlestur frá Þóri Sigfússyni, stofnanda og stjórnarformanni Íslenska Sjávarklasans. „Það er gífurlegt magn af plasti og rusli í sjónum okkar og fjörurnar eru margar stútfullar af drasli, sem er sorglegt. Því er spáð að árið 2050 verði meira plast í sjónum en fiskar, ef farið er eftir þyngd. Þetta er til að mynda mjög slæmt fyrir dýralíf í kringum sjóinn og fuglar geta auðveldlega fest sig í plasti eða öðru drasli og slasað sig. Megintilgangur og markmið starfseminnar okkar er að stuðla að umhverfisvernd. Algengt er að plast, sem hægt væri að endurnýta, sé grafið ofan í jörðina en við viljum frekar nýta plastið á skapandi hátt. Plastið er í raun verðmæti og það er því óþarfa sóun að farga því með þeim óumhverfisvæna hætti að grafa það.“
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira