Besta veðrið á miðvikudag Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júní 2018 11:00 Allir í bátana! Það er spáð 8-16 stiga hita á miðvikudag. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert. Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Útlit er fyrir að besti dagur vikunnar þegar litið er til veðurs verði miðvikudagurinn. Veðurfræðingur segir sumarið hafa verið heldur dapurt suðvestanlands en að höfuðborgarbúar verði að vona það besta, enda einungis tæpar þrjár vikur liðnar af júnímánuði. „Í dag er norðanátt og það rignir á norðausturlandi og svalt veður, en það er þurrt hérna sunnan heiða og hið sæmilegasta veður í dag. Einhverjar sólarglennur og alveg þokkalegur hiti,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Svo ef við kíkjum aðeins áfram þá er á morgun hins vegar útlit fyrir að það verði einhver rigning á sunnanverðu landinu. Skýjað og svalt veður. Ef spár ganga eftir þá ætti miðvikudagurinn að vera skásti dagur vikunnar með sól víða um land, þurrviðri og sól víða.“Er þessu rigningarveðri þá að linna? „Nei eiginlega því miður ekki. Seinni partinn á fimmtudag eða fimmtudagskvöld þá er aftur komin rigning hérna væntanlega á suðvestur og vesturlandi og einhver væta allavega restina af vikunni.“ Höfuðborgarbúar hafa margir kveinkað sér vegna veðurs það sem af er sumri, enda hefur sólin lítið látið sjá sig á suðvesturhorninu. Haraldur segir þó að enn sé ekki öll vön úti. „Júní er náttúrulega rétt rúmlega hálfnaður og fyrsta vikan var mjög góð á norðausturlandi. Annars er þetta búið að vera í slöku meðallagi með hitann og sólarlítið hérna suðvestanlands. Þannig að þetta er já, frekar dapurt sem af er. En það eru nú bara búnar tæpar þrjár vikur af sumri. Við verðum að vona það besta bara.“Veðurhorfur á landinu Norðlæg átt með morgninum, víða 8-13 m/s í dag. Rigning N- og A-lands og hiti 4 til 9 stig, en rofar til sunnan heiða og hiti 10 til 17 stig. Bætir í vind SA-til undir kvöld. Minnkandi norðlæg átt á morgun og styttir að mestu upp fyrir norðan, en vestlægari S-lands og væta með köflum. Kólnar heldur, einkum um landið S-vert.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s og víða bjart veður. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.Á fimmtudag: Suðvestan 8-13 og léttskýjað á A-verðu landinu, en þykknar upp V-til og fer að rigna seinni partinn. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-landi.Á föstudag: Suðlæg átt og dálítil rigning SV- og V-lands, en bjart með köflum á NA- og A-landi. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-til.Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.Á sunnudag: Suðvestlæg átt og dálítil væta, en léttir til um landið A-vert.
Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira