Úðakerfi hefði verið heppilegt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. apríl 2018 19:30 Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Lögreglan hefur enn ekki fengið afhentan vettvang brunans að Miðhrauni 4 þar sem enn logar í glæðum og er formleg rannsókn á upptökum því ekki hafin. Fæstir eigendur muna í geymslum voru tryggðir fyrir tjóni að sögn sérfræðings hjá VÍS en forstjóri Mannvirkjastofnunar telur að úðakerfi hefði mátt vera til staðar í húsinu. Slökkviliðsmenn eru enn að störfum í Garðabæ þar sem eldhreiður leynast víða í rústunum og aðgengi er erfitt sökum mikillar hrunhættu. Til stóð að afhenda lögreglu vettvanginn í dag til rannsókna en það hefur dregist. Slökkviliðsstjóri segir því ekkert hægt að staðfesta með eldsupptök. Stöðvarstjóri hjá lögreglunni segir að skýrsla hafi verið tekin af fjórum mönnum. Þremur sem voru á lager Icewear þar sem eldurinn virðist hafa komið upp og öðrum sem var handtekinn í gær vegna málsins. Honum var þó fljótlega sleppt enda sýnt fram á að hann átti einungis erindi í sína geymslu. „En svo það komi skýrt fram að þá eru engar grunsemdir um neitt saknæmt í þessu," segir Sævar Jónsson stöðvarstjóri.Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar.Mannvirkjastofnun hefur það hlutverk að rannsaka stórbruna og þá meðal annars hvort hnökrar hafi verið á slökkvistarfi og hvort brunavarnir hafi verið fullnægjandi. Forstjóri bendir á að í miðrýminu hafi áður verið upptökuver Latabæjar þar sem lítið var um eldmat. „Síðan breyta menn algjörlega um starfsemi þarna og fara þarna inn með gríðarlega mikið af brennanlegu efni og þá er nú ráð að endurskoða brunavarnir," segir Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var síðasta eldvarnarúttekt gerð í janúar 2015 en Icewear flutti starfsemi sína í húsið í lok sama árs. Kröfur um brunavarnir fara eftir starfsemi og þarf annað hvort úðakerfi eða brunahólfun sem heldur í 60 eða 90 mínútur að vera til staðar. Í þessu húsnæði var ekkert úðakerfi. „Miðað við starfsemina þarna hefði verið mjög heppilegt að hafa úðakerfi í húsinu," segir Björn. Tjónið er metið á annan milljarð króna en stærsti hluti hússins sem er að mestu í eigu Regins er tryggður hjá VÍS. Um 200 geymslur voru í húsinu og voru margir leigutakar einnig með heimilistryggingar hjá félaginu. Að sögn hópstjóra tjóna hjá VÍS ættu þeir sem voru geyma hlutina til skemmri tíma að fá 15% tjónsins bætt og þeir sem framlengdu heimilistryggingar ættu að fá það að fullu. Félaginu hafa borist tugir fyrirspurna í dag og virðast fæstir fá tjónið bætt. „Því miður er það nú ekki algengt en ég veit um tvö tilvik þar sem svoleiðis er," segir Þorsteinn Þorsteinsson, hópstjóri tjóna hja VÍS.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira