Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. september 2018 09:00 Kostnaður við braggann fór yfir 400 milljónir. Fréttablaðið/Anton Brink Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Stærstur hluti innkaupa borgarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins án útboðs var vegna framkvæmda við Nauthólsveg 100, sem er betur þekktur sem bragginn í Nauthólsvík. Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum.Eyþór Arnalds, gagnrýndi hinn óútskýrða kostnað.Fréttablaðið greindi frá því í gær að á fyrstu sex mánuðum ársins hefði Reykjavíkurborg keypt sérfræðiþjónustu og ýmis önnur vörukaup án útboðs fyrir ríflega 574 milljónir, sem samsvarar ríflega 7 prósentum af heildarinnkaupum á tímabilinu. Samkvæmt sundurliðuðu yfirliti yfir innkaup borgarinnar yfir 1 milljón króna, sem blaðið hefur undir höndum, má sjá að af þessum 574 milljónum sem keypt var fyrir án útboðs, voru ríflega 102 milljónir vegna braggans umdeilda við Nauthólsveg; tæpar níu milljónir í kaup á sérfræðiþjónustu frá Securitas, verkfræðistofunni Eflu og arkitektastofunni Arkibúllunni. Mest munar um greiðslu til verktaka og fyrirtækja vegna svokallaðra „annarra vörukaupa“ sem nema ríflega 93 milljónum. Hæstar greiðslur eru til Smiðsins þíns slf. upp á rúmlega 31 milljón og Rafrúnar ehf. upp á rúmar 23 milljónir. Aðrar framkvæmdir sem útheimtu töluverð útgjöld hjá borginni utan útboðs á tímabilinu voru vegna breytinga á Perlunni, alls ríflega 58 milljónir. Hæsta greiðslan vegna kaupa á sérfræðiþjónustu þar er til verkfræðistofunnar Verkís hf. upp á tæpar 27 milljónir sem sér um framkvæmdirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Skipulag Tengdar fréttir Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15 Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00 Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann. 20. september 2018 19:15
Hálfur milljarður án útboðs í borginni Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið. 25. september 2018 06:00
Náðhús braggans kostaði 46 milljónir króna Sundurliðaður kostnaður við endurbyggingu umdeilds bragga kemur á óvart. 20. september 2018 16:47