Harry Bretaprins og Meghan Markle munu ganga í það heilaga í maí og samkvæmt breskum miðlum mun Harry bjóða tveimur fyrrverandi kærustum sínum í brúðkaupið.
Heimildarmaður Daily Mail sagði að Harry væri enn þá góður vinur tveggja fyrrverandi kærasta, Chelsy Davy og Cressida Bonas, og að þær myndu brátt fá boðskort í konunglegt brúðkaup.
Davy var kærasta Harrys með hléum frá árinu 2004 til ársins 2011 og Bonas og Harry voru í sambandi frá árinu 2012 til 2013. Tíminn mun leiða í ljós hvort þetta reynist satt.
