Það er spáð kólnandi veðri í dag og frosti víða um land í kvöld. Hlýnandi veðri er svo spáð á morgun að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands:
„Minnkandi norðanátt í dag, þó strekkingur austanlands. Það léttir víða til, en dálítil él á Norðausturlandi fram eftir degi og einnig stöku él suðaustanlands. Kólnandi veður, frost 0 til 8 stig í kvöld.
Gengur í hvassa suðaustanátt á morgun með slyddu eða rigningu og hlýnar heldur, en hægari vindur og þurrt norðaustantil á landinu.“
Veðurhorfur á landinu:
Norðan 8-13, hægari síðdegis en NV 8-15 A-lands. Léttir víða til í dag, en él á NA-landi fram á kvöld og stöku él SA-lands. Kólnandi, frost 0 til 8 stig í kvöld.
Gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu á morgun, hægari og þurrt á NA-landi. Hiti 2 til 7 stig síðdegis. Lægir SV-til annað kvöld.
Á laugardag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu eða slyddu, en hægari og þurrt NA-lands. Lægir á SV-landi um kvöldið. Hlýnandi, hiti 2 til 7 stig síðdegis.
Á sunnudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Rigning eða slydda á N- og A-landi, annars stöku skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig.
Á mánudag:
Norðaustan 8-13 og él við norðurströndina, en hægari og úrkomulítið annars staðar. Hiti 0 til 5 stig, en í kringum frostmark í innsveitum.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austlæg átt, skýjað og lítilsháttar slydda eða rigning öðru hverju. Hiti breytist lítið.
Frost víða um land
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
