Tvíburar frá Hofsósi fá milljón krónur á mann í styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 16:40 Styrkþegar með viðurkenningar sínar í dag. Vísir/Vilhelm Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina). Skagafjörður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina).
Skagafjörður Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira