Sprunginn markaður sem skaðar greinina Sveinn Arnarsson skrifar 6. október 2018 10:00 Formaður sambands kúabænda segir kerfi með kaup og sölu mjólkurkvóta komið að þolmörkum. Fréttablaðið/GVA Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Landbúnaður Mjólkurbændur sem ætluðu sér að kaupa mjólkurkvóta á markaði um mánaðamótin fengu aðeins brotabrot af þeim kvóta sem þeir vildu kaupa. Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, segir að kerfið sé meingallað og skaði greinina. Mikilvægt sé að fara í gagngerar endurbætur á þessum hluta búvörusamninganna. „Þeir sem vilja selja eða kaupa greiðslumark setja inn tilboð á Innlausnarmarkað. Úthlutun fer svo þannig fram að hver og einn kaupandi fær úthlutað í hlutfalli við heildareftirspurn. Ef eftirspurnin er milljón lítrar og bóndi óskar eftir hundrað þúsund lítrum þá fær viðkomandi bóndi 10 prósent af því greiðslumarki sem í boði er,“ segir Arnar Að mati Arnars er kerfið með kaup og sölu mjólkurkvóta því komið að þolmörkum. „Það sem gerir þetta kerfi gallað er að menn geta boðið í eins mikið og þeir vilja án þess að leggja fram neina tryggingu. Því bjóða menn miklu meira en þeir þurfa á að halda í þeirri von að fá það sem þeir þurfa,“ segir Arnar. „Við vitum af tilboði upp á milljarð lítra. Til samanburðar er heildarframleiðsla á Íslandi um 150 milljón lítrar. Þetta skekkir alla myndina og við þurfum að laga þetta.“ Það séu því bændur sjálfir sem eru á vissan hátt að skemma fyrir hinum bændunum með því að búa til gríðarmikla eftirspurn eftir greiðslumarki á markaði. Þar sem bændur fái aðeins hlutfall af því sem þeir vilja ef eftirspurn er meiri en framboðið verði það til þess að þeir geri óraunhæf tilboð. Þannig sé kerfið sprungið. Verði á markaðnum er haldið föstu, um 122 krónur á hvern lítra, og er það of lágt að mati margra sem starfa í greininni. Því eru líkur til þess að þeir bændur sem vilja selja greiðslumark sitt nú haldi að sér höndum og bíði. Nýtt kerfi gæti verið handan við hornið og því eðlilegt að ákveðin stöðnun sé á markaðnum. „Það á að kjósa um kvótann í almennum kosningum meðal mjólkurframleiðenda eftir áramótin og því mjög eðlilegt að menn bíði með að bregða búi eða breyta rekstrinum hjá sér á meðan,“ bætir Arnar við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira