Greinileg merki um aukinn jarðhita á Reykjaneshrygg Jóhann K. Jóhannsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 20:45 Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands. Umhverfismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira
Í fyrsta skipti hefur tekist að kafa niður að hafsbotninum á Reykjaneshrygg og kanna jarðhitann og lífríkið á svæðinu. Greinileg merki eru um aukinn jarðhita á sjávarbotninum næst Íslandi. Þýska rannsóknarskipið Maria S. Merian lagðist að bryggju við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eftir sex vikna leiðangur suður af Íslandi. Áhöfnin var glaðbeitt eftir vel heppnaðan túr þar sem leitað var eftir jarðhitavirkni á Reykjaneshrygg og var sjávarbotninn kortlagður nákvæmlega á völdum stöðum. Einungis tókst að finna virkt jarðhitasvæði á Steinhóli sem er næst Íslandi en á hinum svæðunum var engin jarðhitavirkni. „Við vorum að reyna að komast að því hvernig eldstöðvar á hafsbotni virka. Það hefur ekki verið auðvelt að finna hvar þær gefa frá sér hita út í sjóinn. Þær ættu að gera það og við reyndum að finna hvar hitinn kemur út,” segir Collin Devey prófessor og sérfræðingur í eldfjallafræði neðansjávar við Geomar stofnunina í Kiel. Rannsóknarverkefnið var gríðarlega umfangsmikið en um fjörutíu vísindamenn voru í áhöfn skipsins en auk þeirra koma mun fleiri að úrvinnslu allra þeirra gagna sem var safnað. Devey segir að það hafi komið vísindamönnum á óvart að eldfjöll neðansjávar á svæðinu eru ekki eins stór eins og ætla mætti og neðansjávareldgos sem verða séu ekki stór. „Þau ættu að vera það en svo virðist ekki vera svo ég hef brotið heilann mikið um hvað sé í gangi þarna niðri,” segir Devey. Í fyrsta sinn var kafað niður að jarðhitastrýtum, sýni tekin og lífríki greint og í fyrsta skipti var sjávarbotninn kannaður. Jarðhitastrýturnar eru rúmlega meters háar og sáu vísindamenn hvernig hitinn streymdi út í vatnið „Fiskarnir syntu í kring en fóru ekki í heita vatnið því þeir vilja ekki láta sjóða sig á hafsbotni,” segir Devey. Lífríkið á svæðinu var ekki rannsakað og segir líffræðingur um borð að nýjar lífverur hafi fundist. „Við gerðum margar óvæntar uppgötvanir. Við kunnum meira að segja að hafa fundið nýja ætt dýra. Flokkunarfræðingarnir um borð verða að lýsa henni. Og líka nýjar tegundir. Mikið af spennandi efni,“ segir Dr. Saskia Brix sjávarlíffræðingur. Jarðvísindadeild Háskóla Íslands kemur að rannsóknunum en nemi í meistaranámi í jarðvísindum var í áhöfn skipsins. „Það sem að við fáum út úr þessu er náttúrulega gríðarlegt gagnasafn af kortagögnum af hafsbotninum og á mjög áhugaverðu svæði. Þannig það verður mikil vinna næstu árin að skoða þetta,” segir Daníel Þórhallsson, meistaranemi í jarðvísindum við Háskóla Íslands.
Umhverfismál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Fleiri fréttir Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Sjá meira