Fíkniefnin í stórum skákmunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 20:00 Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira