Fíkniefnin í stórum skákmunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 20:00 Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. Á þriðjudag voru tveir menn úrskurðir í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir aðgerðir sérsveitarinnar á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og hjá Skáksambandi Íslands. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og var ráðist í þrjár húsleitir tengdar því í vikunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að málið sé hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Aðgerðir lögreglu hjá Skáksambandinu komu til vegna þess að lögregla hafði fylgst með fíkniefnasendingu á leið til landsins. Sendingin kom frá Spáni og var stíluð á Skáksambandið. Forseti sambandins tók á móti henni en tengist málinu ekki að öðru leyti. „Ég var síðan varla byrjaður að opna pakkninguna, þá kemur sérsveitarmaður með lambhúshettu og allan pakknn, hann réðst kannski ekki að mér en ýtti mér upp að veggnum þar sem mér er haldið. Svo fyrir aftan heyri ég mannfjölda hlaupa inn," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Gunnar náði lítið að skoða pakkann sem var mjög stór. „Þetta voru einhverjir svona stórir munir sem voru brotnir. Væntanlega vegna þess að lögreglan var búin að taka fíkniefnin úr mununum," segir hann. Gunnar var handtekinn en sleppt að loknum yfirheyrslum. Alls tóku hátt í tuttugu sérsveitar- og lögreglumenn þátt í aðgerðinni. Þeir brutust í gegnum fimm hurðir á leið sinni um húsnæðið en Gunnar segir að lögreglan muni sjá um kostnað við viðgerðir. Hann veit ekki hvers vegna leið fíkniefnanna lá í gegnum Skáksambandið. Tugir manna höfðu lykla að húnsæðinu. „Hvort einhver hafi ætlað að komast í sendinguna áður en hún náði hingað eða hvort einhver hafi ætlað að nálgast hana. En við brugðumst við og erum búin að skipta um skrá af því það hafði ekki verið gert í mörg ár," segir Gunnar.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira