Hviður allt að 45 metrum á sekúndu víða um land í miklu hríðarveðri og stormi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 11:15 Vindaspáin fyrir kvöldið er ekkert sérstök. veðurstofa íslands Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni. Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Appelsínugul viðvörun mun taka gildi á Suðausturlandi klukkan 18 í dag vegna norðaustan roks eða ofsaveðurs en gul viðvörun tekur gildi í hádeginu, líkt og raunin er nánast um allt land. Þannig er gul viðvörun í gildi frá hádegi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austfjörðum. „Við erum að vara við hríðarveðri, miklum vindi og snjókomu á norðanverðu landinu, frá Breiðafirði og Vestfjörðum, með norðurströndinni allri og Norðurlandi og síðan á Austurlandi, að sunnanverðum Austfjörðum. Þar verður mjög hvasst og skafrenningur og færð væntanlega erfið mjög fljótlega,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Slydda er nú á láglendi í þessum landshlutum og snjókoma til fjalla en svo bætir í úrkomu og vind eftir því sem líður á daginn. Þá segir Elín að það muni halda áfram að bæta í vind undir Vatnajökli á suðaustanverðu landinu en á vef Veðurstofunnar er varað við hviðum frá 45 og upp í 55 metra á sekúndu í kvöld og nótt frá Lómagnúpi og austur að Höfn. Slíkar aðstæður eru hættulegar til ferðalaga þar sem líkur eru á grjóti og sandfoki. Hviður munu einnig ná allt að 45 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi og við Hafnarfjall en allt að 35 metrum á sekúndu á Kjalarnesi og í norðanverðum Breiðafirði. Varasamt ferðaveður verður því víða um land og líkur á samgöngutruflunum og ætti fólk að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum. Elín Björk segir að ekki sé útlit fyrir neinn éljagang á höfuðborgarsvæðinu í þessu óveðri en norðnorðaustan áttin verði mjög hvöss, bæði á Kjalarnesi og í efri byggðum, en mun mögulega einnig ná inn í vestanverða borgina. Veðrið mun síðan ganga hægt niður á morgun. Ábending frá veðurfræðingi á vef Vegagerðarinnar: Síðdegis og til morguns er spáð ofsaroki með N- og NA-átt, sérstaklega sunnan jökla þar sem verður líka sviptivindasamt. 25-30 m/s á hringveginum frá Lómagnúpi austur á Höfn með hámarki í fyrrmálið. Hviður um og yfir 50 m/s. Einnig hviður 40-50 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hviðuveður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eftir kl. 20 í kvöld. NA- og A-lands er reiknað með stórhríðarveðri í kvöld með stormi. Fljótt kóf og lélegt skyggni.
Veður Tengdar fréttir Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Stormur eða hvassviðri á landinu öllu seinnipartinn Svipað veður á morgun og gera spár ekki ráð fyrir að dragi úr vindi og úrkomu fyrr en seint á morgun og föstudag. 28. nóvember 2018 07:15