Davíð vill auglýsa eftir borgarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2018 14:42 Davíð er þungavigtarmaður í Sjálfstæðisflokknum og honum líst ekki á blikuna. Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Davíð Þorláksson, gegnheill Sjálfstæðismaður, fyrrum formaður SUS en nú forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA, virðist hafa gefið upp alla von um að innan flokksins finnist leiðtogi sem geti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs og valda í borginni. Þetta kemur fram í pistli sem Davíð skrifar og birtist í Viðskiptablaðinu í dag. Vísir birti í gær fréttaskýringu Fréttablaðsins um störukeppni innan Sjálfstæðisflokksins en frestur til að skila framboði til leiðtogakjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út 10. janúar. Helstu leiðtogaefni sem nefnd hafa verið eru ekki með lögheimili í Reykjavík. „Það dylst engum að það er kreppa hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík og hefur verið í 24 ár. Í kosningunum 1962–1990 var meðalfylgi flokksins 51%. Á því tímabili var hann alltaf nema einu sinni með hreinan meirihluta en hefur aldrei verið síðan. Í kosningunum 1994–2006 var meðalfylgið 44% en eftir hrun, í kosningunum 2010 og 2014, var meðalfylgið 30%,“ segir Davíð í upphafi pistils síns. Ekki er fagurt um að litast innanbúðar að mati Davíðs. Hann segir grasrótina sundurtætta af innanflokksátökum og stjórnir í innra starfi ekki mannaðar út frá hæfni og áhuga heldur kosnar í smölunum. „Eða valdar af fótgönguliðum kjörinna fulltrúa til að standa vörð um hagsmuni þeirra.“ Davíð virðist hafa gefið frá sér alla von um að leiðtogaefni finnist innan flokks sem fari fram í prófkjöri. Enginn hafi stigið fram sem líklegur er til að breyta stöðunni. Hann segir að sveitarstjórnarmenn í Reykjavík séu með 630 þúsund krónur í grunnlaun og það sé ekki nokkuð sem freistandi sé fyrir vinnandi fólk að leggja sig eftir. Davíð leggur til að flokkurinn boði í komandi sveitarstjórnarkosningum að komist flokkurinn í meirihluta þá verði auglýst sérstaklega eftir borgarstjóra; að hann verði ekki sjálfkrafa úr flokksranninum. „Sú aðferð væri betur til þess fallin að ráða hæfan borgarstjóra.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Störukeppni Sjálfstæðismanna fyrir leiðtogakjörið Eyþór Arnalds, Ásdís Halla Bragadóttir og Jón Karl Ólafsson orðuð við framboð í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út eftir viku. Enginn hefur enn skilað inn framboði til Varðar. 3. janúar 2018 06:00