Innlent

Fjarlægðu hvalshræið úr fjörunni í Grafarvogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Hræið var fjarlægt síðdegis í gær.
Hræið var fjarlægt síðdegis í gær. Vísir/Einar Guðmannsson.
Starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægðu hræ af grindhval úr fjörunni neðan við Hamrahverfi í Grafarvogi í gær. Göngumenn höfðu komið auga á hræið á fimmtudag en starfsmenn Reykjavíkurborgar fóru á vettvang síðdegis í gær og hífðu hræið upp á vörubílspall.

Fyrst voru uppi hugmyndir um að láta hræið vera þarna eða grafa það í sandinn en ákveðið var að fara með hræið upp í Álfsnes þar sem það var urðað.

Grindhvalur er ein algengasta hvalategundin í Norður-Atlantshafi og nokkuð algengt að sjá hræ af slíkum hval í fjöru.

Meðfylgjandi myndir tók Einar Guðmannsson, deildarstjóri austursvæðis á skrifstofa reksturs og umhirðu borgarlandsins.

Vísir/Einar
Einar Guðmannsson
Einar Guðmannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×