Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2018 13:41 Sigurður Yngvi segist hafa neyðst til að víkja Sigrúnu úr rannsóknahóp sínum og hún hafi í kjölfarið ráðist á sig í vitna viðurvist og hafði í hótunum. Mynd/Samsett Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors. Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands hafnar alfarið ásökunum um kynferðislega áreitni af sinni hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að greint var frá því að Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefði sagt starfi sínu við háskólann lausu vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um kynferðislega áreitni hans sem yfirmanns í hennar garð.Vísir greindi frá því í morgun en nú hefur Sigurður Yngvi sent frá sér yfirlýsingu til að bregðast við því.Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni „Fram til þessa hef ég ekki viljað tjá mig opinberlega um samstarf mitt við Sigrúnu og ástæður þess að því samstarfi lauk. Í ljósi ásakana í minn garð sem hún hefur sett fram á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hafa sagt frá vil ég koma eftirfarandi á framfæri,“ segir í yfirlýsingunni: „Ég hafna því eindregið að hafa beitt hana andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi.Eftir farsælt samstarf komu upp erfiðleikar á milli okkar, og ég neyddist á endanum til að víkja henni úr rannsóknahóp mínum. Í kjölfarið gerði hún sig seka um tilefnislausa líkamsárás á skrifstofu minni í vitna viðurvist og hafði í hótunum við mig. Sá atburður var mér og öðru samstarfsfólki okkar mikið áfall.“ Sigurður segir siðanefnd Háskóla Íslands hafa tekið málið til umfjöllunar að kröfu Sigrúnar. Siðanefndin gaf út ákvörðun sína í málinu 9. júlí 2018. Hann vísar til þess:„Siðanefnd Háskóla Íslands vísar frá þeim kæruatriðum sem fjallað er um undir liðum 1 og 2 þar sem kæran telst í þessum tilvikum hafa verið tilefnislaus, sbr. 4. gr. starfsreglna siðanefndar. Í lið 3 er fjallað um greinar 1.3.1 og 1.3.4., í siðareglum Háskóla Íslands. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki sé um brot að ræða að hluta, en brot að hluta auk brots á jafnræðisreglu 1.3.2. Brotið telst ekki alvarlegt. Þá er hluta þessa liðar vísað frá vegna skorts á upplýsingum, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar. Liðum 4 og 5 er vísað frá þar sem málsgrundvöllur er ekki til staðar, sbr. 9. gr. starfsreglna nefndarinnar.“Enginn fótur fyrir ásökunum Sigurður segir að eins og sjá má af þessum „ákvörðunarorðum nefndarinnar er öllum kæruatriðum hafnað eða vísað frá nema einu kæruatriði sem varðaði breytingu á skipan stýrihóps, sem fól í sér að Sigrún fór úr honum, sem siðanefndin taldi þó ekki alvarlegt, og var Sigrún tekin aftur inn í stýrihópinn síðar. Öllum ásökunum um áreitni var því hafnað enda enginn fótur fyrir slíkum ásökunum. Mér þykir leitt að Sigrún kjósi að fara fram með rangar ásakanir í minn garð en óska henni alls hins besta,“ segir í yfirlýsingu Sigurðar Yngva prófessors.
Skóla - og menntamál MeToo Vísindi Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48