Tonn af smámynt til sölu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 21:00 Gylfi Gylfason. Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn. Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Gamlir farsímar, ein fyrsta fartölvan og tonn af smámynt eru á meðal hluta í stóru safni sem er nú til sölu. Eigandinn ætlar að segja skilið við verslunarrekstur og telur ýmis gróðatækifæri fólgin í verðmætunum. „Það eru sennilega til stærri söfn en þau eru nú ekki mörg og það er frekar sjaldgæft að þau séu að koma inn á markaðinn," segir Gylfi Gylfason, safnari og kaupmaður. Það var hvorki söfnunarárátta né sérstakur áhugi á smámynt sem réði för þegar Gylfi keypti góssið. Hann vantaði gjaldeyri fyrir raftækjabúðina sína í hruninu og fór því að selja mynt á eBay. Nú ætlar hann að loka búðinni og selja safnið í leiðinni. Hann telur verðmætið í kílóum og reiknast til að tonn af peningum kosti um 250 þúsund krónur. „Áttatíu prósent af safninu er óflokkað og það er því alls konar nammi sem dettur inn á milli. Maður er að finna alls konar peninga, erlenda og því um líkt. Þá stekkur maður á eBay og athugar verðmætið. Þannig að þetta er pínu gullgröftur," segir Gylfi. Safnið spannar allan lýðveldistímann og meira til, en konungsmynt sem þykir verðmætust hefur leynst inn á milli. Hann segist mest hafa grætt þegar hann seldi eitt þúsund túkalla til Kína fyrir 50 þúsund krónur.„Sá sem ætti að eignast svona safn ætti að vera helst söluaðili ef hann vill hagnast eitthvað á þessu en svo eru auðvitað til safnarar sem vildu bara eignast bunkann og lúra á honum eins og Jóakim frændi í tanknum," segir Gylfi. Gylfi ætlar að losa sig við fleiri safngripi á þessum tímamótum og er einnig að selja eina fyrstu fartölvu landsins, gamlar auglýsingar, ávísanir og sennilega stærsta farsímasafn landsins. „Mig langar ekki að lúra á þessu safni og ég hugsa með mér að ef einhver væri til dæmis með skemmtistað eða bar, þá gæti hann bara fyllt hann af svona símum í stað þess að vera kaupa eitthvað barborð á 2,5 milljónir," segir Gylfi glettinn.
Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira