Skipasali dró sér aflahlutdeild í eigu fyrrverandi tengdaföður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Fréttablaðið/GVA Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Löggiltur skipasali á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tæpri viku dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Refsingin er bundin skilorði sökum þess hve langan tíma saksókn þess tók. Fjárdrátturinn fór fram með þeim hætti að maðurinn dró sér í fjórum tilvikum krókaaflahlutdeild í þorski sem var í eigu útgerðar sem fyrrverandi tengdafaðir hans átti. Ákærði hafði umsýslu með kvótanum. Aflamarkið seldi hann án heimildar fyrir rúmlega 28 milljónir króna. Stærstur hluti ávinningsins rann inn á reikning fyrirtækis mannsins en hluti á persónulegan bankareikning hans og fyrrverandi eiginkonu hans. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa í þrígang leigt krókaaflamark, fyrir rúmlega milljón krónur, án heimildar og að hafa nýtt ávinninginn í eigin þágu. Brotin áttu sér stað árin 2013 og 2014. Maðurinn neitaði sök og sagði að hann hefði unnið innan þeirra heimilda sem hann hafði. Það stangaðist á við vitnisburð fyrrverandi tengdaföður hans. Aðalmeðferð málsins fór fram í mars síðastliðnum en ekki var kveðinn upp dómur áður en sumarleyfi dómara hófst. Var málið endurflutt í október. Í niðurstöðu dómsins segir að ásetningur skipasalans hafi verið einbeittur og brot hans stórfelld. Brot hans voru kærð í júlí 2014 og lauk rannsókn í nóvember. Ákæra var hins vegar ekki gefin út fyrr en í júní 2017. Í ljósi þess var refsingin bundin skilorði. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, rúmlega 3,5 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira