Fangi tekinn af lífi með lyfi sem Alvogen vill ekki í böðulshönd Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2018 15:15 Midazolam er notað til að deyfa sársauka áður en banvænu lyfi er sprautað í dauðadæmda fanga. Vísbendingar eru um að lyfið dugi ekki til að koma í veg fyrir þjáningar. Vísir/Getty Yfirvöld í Tennessee ríki tóku dæmdan morðingja af lífi í gærkvöldi með lyfjablöndu sem innihélt meðal annars róandi lyf sem lyfjafyrirtækið Alvogen framleiðir. Fyrirtækið hefur fengið lögbann á notkun lyfsins við aftökur í öðrum ríkjum Bandaríkjanna en veit ekki til þess að lyfið sem notað var í Tennessee hafi verið frá Alvogen.Washington Post segir frá aftöku Billy Ray Irick sem var dæmdur fyrir að nauðga og myrða sjö ára gamla stúlku árið 1985. Hann er fyrsti fanginn sem tekinn er af lífi í Tennessee frá árinu 2009 og sá fyrsti sem tekinn er af lífi með blöndu þriggja lyfja, þar á meðal lyfinu Midazolam. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen höfðaði mál gegn Nevada-ríki í síðasta mánuði til að fá lögbann á að fangelsisyfirvöld þar notuðu lyfið við aftöku á fanga. Aftöku hans var frestað vegna lögbannskröfunnar. Forstjóri og stór hluti lykilstjórnenda samstæðu Alvogen eru Íslendingar. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, segist ekki vita til þess að lyf frá Alvogen hafi verið notað í Tennessee og því hafi fyrirtækið ekki aðhafst vegna þess máls. Fleiri fyrirtæki framleiða midazolam.Líkur á að lyfjablandan valdi óbærilegum þjáningum Áhyggjur hafa komið fram um að midazolam deyfi ekki sársauka áður en banvænum efnum er sprautað í fanga. Einn dómaranna við Hæstarétt Bandaríkjanna sem skilaði sératkvæði þegar Irick var neitað um aftökufrest skrifaði meðal annars að þó að midazolam gæti gert fanga meðvitundarlausa tímabundið veki sársauki og köfnun þá. Það geti gerst þegar lömunarlyf er byrjað að hafa áhrif þannig að fanginn geti ekki látið vita af því að aftakan sé að fara úrskeiðis. Taldi Sonia Sotomayor hæstaréttardómari að líkur væru á því að Tennessee-ríki væri í þann veginn að láta fanga í sínu haldi líða vítiskvalir í nokkrar mínútur. Það þýddi að Bandaríkin væru hætt að vera siðuð þjóð og hefði tileinkað sér villimennsku. Alvogen vísaði til dæma frá Oklahoma, Alabama og Arizona þar sem vandkvæði hafi komið upp við aftökur með lyfjagjöf til að rökstyðja lögbannskröfu sína í Nevada. Aukin eftirspurn hefur verið eftir midazolam fyrir aftökur í Bandaríkjunum undanfarin ár eftir að margir lyfjaframleiðendur byrjuðu að hafna því að lyf þeirra væru notuð til að taka fólk af lífi. Sum ríki Bandaríkjanna þar sem aftökur eru enn við lýði hafa því reynt fyrir sér með lyfjablöndur sem ekki hafa verið gerðar sérstakar tilraunir með áður til að nota á þessum tilgangi. Bandaríkin Tengdar fréttir Alvogen fer fram á lögbann á lyf sem nota á í aftöku Fyrirtækið telur fangelsismálayfirvöld hafa komist yfir lyfið með ólögmætum hætti. 11. júlí 2018 13:00 Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag. 12. júlí 2018 00:17 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Yfirvöld í Tennessee ríki tóku dæmdan morðingja af lífi í gærkvöldi með lyfjablöndu sem innihélt meðal annars róandi lyf sem lyfjafyrirtækið Alvogen framleiðir. Fyrirtækið hefur fengið lögbann á notkun lyfsins við aftökur í öðrum ríkjum Bandaríkjanna en veit ekki til þess að lyfið sem notað var í Tennessee hafi verið frá Alvogen.Washington Post segir frá aftöku Billy Ray Irick sem var dæmdur fyrir að nauðga og myrða sjö ára gamla stúlku árið 1985. Hann er fyrsti fanginn sem tekinn er af lífi í Tennessee frá árinu 2009 og sá fyrsti sem tekinn er af lífi með blöndu þriggja lyfja, þar á meðal lyfinu Midazolam. Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen höfðaði mál gegn Nevada-ríki í síðasta mánuði til að fá lögbann á að fangelsisyfirvöld þar notuðu lyfið við aftöku á fanga. Aftöku hans var frestað vegna lögbannskröfunnar. Forstjóri og stór hluti lykilstjórnenda samstæðu Alvogen eru Íslendingar. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen, segist ekki vita til þess að lyf frá Alvogen hafi verið notað í Tennessee og því hafi fyrirtækið ekki aðhafst vegna þess máls. Fleiri fyrirtæki framleiða midazolam.Líkur á að lyfjablandan valdi óbærilegum þjáningum Áhyggjur hafa komið fram um að midazolam deyfi ekki sársauka áður en banvænum efnum er sprautað í fanga. Einn dómaranna við Hæstarétt Bandaríkjanna sem skilaði sératkvæði þegar Irick var neitað um aftökufrest skrifaði meðal annars að þó að midazolam gæti gert fanga meðvitundarlausa tímabundið veki sársauki og köfnun þá. Það geti gerst þegar lömunarlyf er byrjað að hafa áhrif þannig að fanginn geti ekki látið vita af því að aftakan sé að fara úrskeiðis. Taldi Sonia Sotomayor hæstaréttardómari að líkur væru á því að Tennessee-ríki væri í þann veginn að láta fanga í sínu haldi líða vítiskvalir í nokkrar mínútur. Það þýddi að Bandaríkin væru hætt að vera siðuð þjóð og hefði tileinkað sér villimennsku. Alvogen vísaði til dæma frá Oklahoma, Alabama og Arizona þar sem vandkvæði hafi komið upp við aftökur með lyfjagjöf til að rökstyðja lögbannskröfu sína í Nevada. Aukin eftirspurn hefur verið eftir midazolam fyrir aftökur í Bandaríkjunum undanfarin ár eftir að margir lyfjaframleiðendur byrjuðu að hafna því að lyf þeirra væru notuð til að taka fólk af lífi. Sum ríki Bandaríkjanna þar sem aftökur eru enn við lýði hafa því reynt fyrir sér með lyfjablöndur sem ekki hafa verið gerðar sérstakar tilraunir með áður til að nota á þessum tilgangi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Alvogen fer fram á lögbann á lyf sem nota á í aftöku Fyrirtækið telur fangelsismálayfirvöld hafa komist yfir lyfið með ólögmætum hætti. 11. júlí 2018 13:00 Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag. 12. júlí 2018 00:17 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Alvogen fer fram á lögbann á lyf sem nota á í aftöku Fyrirtækið telur fangelsismálayfirvöld hafa komist yfir lyfið með ólögmætum hætti. 11. júlí 2018 13:00
Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag. 12. júlí 2018 00:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent